Frétt

bb.is | 15.03.2002 | 14:5997 milljónir í framkvæmdir á Flateyri á síðasta ári

Frá Flateyri.
Frá Flateyri.
Á árinu 2001 fóru rúmlega 97 milljónir í framkvæmdir á Flateyri, sem grundvallast á samkomulagi Ísafjarðarbæjar, ríkissjóðs og Ofanflóðasjóðs um endurbyggingu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins 1995. Þetta kemur fram í yfirliti sem Sigurður Mar Óskarsson, sviðsstjóri á Tæknideild Ísafjarðarbæjar, hefur tekið saman að beiðni bæjarstjóra. Í yfirlitinu er lýst einstaka verkum og kostnaði við þau en þar kemur fram að ríkissjóður og Ísafjarðarbær hafa kostað endurbyggingu gatna, 1. áfanga, að upphæð kr. 50,9 milljónir. Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær hafa kostað framkvæmdir við byggingu miðlunargeymis Flateyrarveitu og fjárgirðingu utan Flateyrar, alls kr. 22,1 milljónir. Þá hefur söfnunarsjóðurinn Samhugur í verki kostaði endurbætur á íþróttamiðstöð, skóla, félagsheimili, kirkju og styrkt umhverfisátak Íbúasamtaka Önundarfjarðar um alls kr. 24,1 milljónir.
Vorið 2001 var hafist handa við framkvæmdir á Flateyri með tilstyrk hins opinbera, annars vegar með sérstakri fjárveitingu frá Alþingi og hins vegar með framlagi fram Ofanflóðasjóði. Þá var einnig ákveðið að forsætisráðuneytið tæki í sína umsjá eftirstöðvar söfnunarfjár Samhugar í verki og sæi til þess að þeim yrði varið til ýmissa nánar tilgreindra verka samkvæmt tillögum Ísafjarðarbæjar og Íbúasamtaka Önundarfjarðar. Allar framkvæmdir á Flateyri hafa verið á ábyrgð Ísafjarðarbæjar en umsjón og eftirlit í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins.

Unnið var við Grundarstíg, Vallargötu, Bárugötu, Smiðjustíg ásamt hluta Túngötu og Ránargötu. Lagt var tvöfalt frárennsliskerfi í götur og heimtaugar lagðar fyrir lóðarmörk og hús tengd. Lagt var nýtt dreifikerfi vatnsveitu og heimtaugar inn í hvert hús. Brunahanar voru einnig endurnýjaðir. Þá var og lagt bundið slitlag á götur, kantsteinar steyptir, gangstéttir hellulagðar og götulýsing endurbætt. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir nemur rúmlega 50 milljónum króna, þar af er verktakakostnaður kr. 43 milljónir og hönnun, eftirlit og umsjón kr. 4,7 milljónir. Eftir stendur af verkinu að ljúka við Ránargötu ásamt því að leggja seinni umferð af slitlagi.

Tvö verk voru í gangi sem Ofanflóðasjóður kostaði skv. lögbundinni kostnaðarskiptingu, þ.e. í hlut Ofanflóðasjóðs kom 90% en Ísafjarðarbær fjármagnaði það sem á vantaði. Byggður var nýr niðurgrafinn miðlungargeymir fyrir Flateyrarveitu þar sem sá eldri er staðsettur í þekktum flóðafarvegi nálægt varnargarði. Nýi miðlunargeymirinn er á hjallanum ofan Flateyrar og er alls 377 rúmmetrar að stærð með áföstu 124 rúmmetra loka og tengihúsi. Geymirinn er tveggja hólfa og er gert ráð fyrir fullkomnum loka-, mæli- og geislunarbúnaði í tengihúsinu. Kostnaður við byggingu geymisins var kr. 21,3 milljónir, þar af var verktakakostnaður kr. 17,6 milljónir og hönnun, eftirlit og umsjón kr. 2,6 milljónir. Verkinu lauk síðla hausts og var þá unnin undirbúningsvinna vegna tengingar geymisins og lokið við allar tengingar utanhúss. Þann kostnað, um eina milljón króna, greiddi Ísafjarðarbær.

Ofanflóðasjóður kostaði einnig gerð fjárheldrar girðingar utan Flateyrar þar sem sú eldri lenti undir varnargörðum en girðingin er forsenda þess að uppgræðsla garðanna takist eins og ráðgert er. Samið var við þrjá bændur úr Dýrafirði um verkið sem kostaði tæplega 800 þúsund krónur.

Nokkur verk voru fjármögnuð af eftirstöðvum söfnunarfjárs Samhugar í verki og þar voru endurbætur á íþróttamiðstöðinni fjárfrekastar en heildarkostnaður við þær nam alls kr. 17,3 milljónum. Þurfti að endurbyggja þak sundlaugarhússins en raki innanfrá, skortur á útloftun þaks og leki hafði eyðilagt burðarvirki þaksins. Húsið var einnig málað að innan og ýmislegt fleira lagfært. Sömuleiðis voru gerðar margvíslegar endurbætur á lagnakerfi íþróttamiðstöðvarinnar og í inntaksklefa sem þjónar bæði íþróttamiðstöð og skóla.

Í umhverfisátak, sem Íbúarsamtök Önundarfjarðar stóðu að, fóru rúmlega kr. 4,3 milljónir er notaðar voru í niðurgreiðslu til íbúa vegna kaupa á málningu, plöntum, mold og áburði og til hreinsunar brotajárns á Flateyrarodda. Þá var neysluvatnskerfi í félagsheimilinu endurnýjað og settur upp varmskiptir fyrir heitt vatn. Til Flateyrarkirkju greiddi sjóðurinn kr. 2,0 milljónir vegna endurbóta á þaki kirkjunnar.

Frekari framkvæmdir á Flateyri eru fyrirhugaðar og næsta sumar verður m.a. lokið við gatnaframkvæmdir í neðri hluta bæjarins og vinna hafin við götur, gangstéttir og opin svæði við Tjarnargötu og ofan hennar. Þá verður gengið frá tengingum við nýja miðlunartankinn og áfram verður unnið að umhversátakinu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli