Frétt

bb.is | 15.03.2002 | 10:28Ísfirskur raftónlistarmaður stefnir á frekari landvinninga

Sjálfsmynd af tónlistamanninum Jóhanni Friðgeiri Jóhannssyni.
Sjálfsmynd af tónlistamanninum Jóhanni Friðgeiri Jóhannssyni.
Í nýjasta eintaki tímaritsins „Ský“, sem meðal annars er dreift í allar flugvélar Flugfélags Íslands, má lesa grein um ungan Ísfirðing sem gaf á liðnu ári út tvo geisladiska með eigin tónlist. Drengurinn er um ræðir, Jóhann Friðgeir Jóhannsson, er 20 ára gamall og útskrifaðist í vor af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Ísafirði. Jóhann, eða Jói eins og hann kallast í daglegu tali, gaf fyrir um ári síðan út frumburð sinn undir nafninu 70i er hann nefndi „sýngur“. Disknum fylgdi hann eftir með tónleikahaldi bæði syðra og vestra og í haust kom frá honum enn ein platan, „Allt virðist svo smátt séð héðan...“.
Diskana hefur hann gefið út hjá vestfirska plötufyrirtækinu Dauða-Rokk SM, sem hefur hingað til aðeins gefið út efni með Jóa. Að hans sögn er þó verið að huga að frekari landvinningum á þeim bænum. Jóhann stefnir nú á nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og var að ganga frá umsókn í skólann er bb.is náði tali af honum.

„Ég fór í viðtalið í janúar, blaðamaður Skýja hafði keypt diskinn minn fyrir tilviljun og fannst þetta áhugavert efni,“ segir Jói aðspurður um tildrög umfjöllunarinnar í Skýjum. Hann segir viðbrögð við diskum hans, er voru gefnir út í 25 eintökum hvor og innihalda gæða raftónlist, hafa verið með besta móti og nú sé upplag þeirra uppselt. Jóhann segir ástæður þess að diskunum var ekki dreift í heimabyggð hans á Ísafirði einfaldlega vera þær að hann sá ekki fyrir sér að neinn hefði áhuga á því að kaupa þá.

„Áhugi á tormeltri raftónlist er ekki mikill á Ísafirði eins og sást best á mætingunni þegar ég hélt tónleika hér til þess að kynna fyrri diskinn. Núna er ég að vinna að nýju efni og stefni á frekari útgáfu er líða fer á árið. Nýja efnið mitt er þróaðra og þar kanna ég nýjar slóðir í hljóðfæranotkun þannig að ég hlakka til þess að kynna það fyrir almenningi, líka hér vestra,“ segir Jói sem lærði á eigin spýtur á gítar í vetur í því skyni að gera hljóm tónlistar sinnar fjölbreyttari.

Umfjöllun Skýja um Jóa birtist hér að neðan óstytt með góðfúslegu leyfi Eddu-Miðlunar.

BRJÓTTU HAUS!

Fæstir fá handverk stjarnanna í kaupbæti þegar þeir kaupa sér disk, en því er öfugt farið þegar höndlað er með vestfirskt dauðarokk. Rokkslitnar hendur hafa mundað sandpappírinn með mátulega þungu átaki og myndskreytingin og rithöndin er ósvikin og eiginhandar á 3ja millimetra þykku krossviðs-albúminu. Maðurinn á bak við listaverkið er ísfirski rokkarinn, 7oi (Jói) sem þiggur mánaðarlaun fyrir að mölva úldna fiskhausa. Þessi annar tónlistarskapnaður Jóa fékkst um tíma í 12 tónum og Hljómalind en seldist strax upp, eins og núggafylltar karamellur. „Já, ég setti í dreifingu 25 eintök fyrr í vetur en er nú móður og másandi að saga niður efni í fleiri diska. Hún er það stór krossviðsplatan sem ég keypti að mér finnst rétt að reyna að nýta efnið betur. Hún dugir örugglega í ein hundrað eintök enn.“

Jói leggur yfirleitt frá sér sleggjuna snemma dags og sest þá gjarnan við tölvuna sína þar sem hann fremur flókna tónlistargjörninga. „Lögin poppa oftast upp í hausinn þegar ég er heima en satt best að segja er hann vanmetinn innblásturinn sem úldnir fiskhausar veita.“

Lagatitlar Jóa eru frekar andfélagslegir. Þar má telja upp Allir reykja krakk í frístundum, Þá lem ég þig bara og Þegiðu og kláraðu sígarettuna þína, krakki! „Það hafa nú engir fúlir foreldrar kvartað, en markmiðið var allan tímann að hafa yfirbragð plötunar fúlt og þunglyndislegt þótt tónlistin hljómi bæði glöð og bjartsýnisfull. Það er bara málið. Að vera nógu drullufúll.“

En þótt útgáfufyrirtæki plötunnar beri hið æsandi nafn Dauða-rokk eru hvorki Jói né félagar hans í bandinu Staubsauger Nilfisk með sítt hár eða í pungþröngum leðurbuxum. „Haukur á gítarnum gengur reyndar alltaf í leðurfrakka enda sá eini okkar sem státar af alvöru grúppíu, en ég var lengi vel með sítt hár og hrikalega krullað. Minnti sterklega á David Coverdale í „Whitesnake“. Klippti það þess vegna stutt.“

Þess má geta að breski „underground“ útgefandinn „Wonder Records“ hyggur á útgáfu plötunnar og tónleikahald með Jóa á enskum grundum í vor.
ÞLG

Allt virðist svo smátt séð héðan frá fæst í Hljómalind og 12 tónum. Kostar 500 kall.
--

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli