Frétt

bb.is | 13.03.2002 | 08:38Fjöldi vestfirskra verkefna fékk úthlutun úr menningarborgarsjóði

Sjóminjasafnið í Neðstakaupstað á Ísafirði.
Sjóminjasafnið í Neðstakaupstað á Ísafirði.
Tilkynnt var í gær um styrkúthlutanir úr Menningarborgarsjóð. Alls 200 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni en 42 verkefni hlutu náð fyrir augum úthlutunarnefndar og hljóta alls 25 milljónir króna. Athygli vekur að fjögur verkefni af 42 er hlutu styrki eru vestfirsk að uppruna og enn fleiri tengjast Vestfjörðum og Vestfirðingum á einhvern hátt. Alls renna 1350 þúsund krónur til vestfirskra verkefna í ár.
Nokkur verkefni tengjast Vestfjörðum óbeint, þeirra á meðal má nefna að sönghópurinn Hljómeyki hlaut eina milljóna króna vegna nýs tónverks eftir Jónas Tómasson og Stefán Arason sem hópurinn hyggst flytja m.a. í samstarfi við Kammerkór Ísafjarðar. Einnig hlaut alþjóðleg sagnfræðiráðstefna, sem fer fram í Borgarnesi í haust undir stjórn skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, Ólínu Þorvarðardóttur, eina milljón króna.

Verkefni sem hlutu styrk og tengjast Vestfjörðum beint eru hins vegar fjögur. Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum hlaut 400.000 króna styrk til verkefnisins „Túlkun barna á barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna“, námskeiðs er mun fara fram í Holti í Önundarfirði með áherslu á ungmenni af erlendum uppruna. Einnig hlutu Sögumiðlunin og Ólafur J. Engilbertsson kr. 400.000 til verkefnisins Rímnahátíð og byggðasögusýning Snæfjalla- og Höfðastranda sem fer fram í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og ferðamálafulltrúann á Ísafirði. Gamla Apótekið og Ungmennafélag Íslands hlutu 300.000 krónur til áframhaldandi eflingar á Íslandsleikhúsinu er stofnað var í samstarfi við sjö sveitarfélög í fyrra með ríkulegu framlagi Menningarborgarsjóðs. Þá hlutu Byggðasafn Vestfjarða og Héraðsskjalasafnið á Ísafirði 250.000 krónur til verkefnis sem fyrirhugað er til minningar um 150 ára afmæli Ásgeirsverslunar á Ísafirði, en þar er hugmyndin að bjóða upp á sögusýningu í Tjöruhúsinu, sumarveislu og skemmtidagskrá.

Greipur Gíslason, nemi við Menntaskólann á Ísafirði, er einn af aðstandendum og stofnendum Íslandsleikhússins er hlaut 300.000 króna styrk. Hann segir undirbúning fyrir sumarstarf leikhússins ganga ágætlega. „Þetta hefur gengið með besta móti. Við auglýstum í sunnudagsblaði Moggans eftir leikstjóra og framkvæmdastjóra til þess að starfa með leikhúsinu í sumar og síðan þá hefur umsóknum rignt yfir okkur. Þessa stundina erum við því að fara yfir umsóknir og taka fólk í viðtöl auk þess sem unnið er að því hörðum höndum að afla fjár til starfseminnar í sumar,“ segir Greipur og bætir því við að það sé þó nokkuð verk þar sem rekstur Íslandsleikhússins muni koma til með að kosta 1,7 milljónir króna í sumar samkvæmt fjárhagsáætlunum. Greipur gerir ráð fyrir því að starfsemi hópsins þetta sumarið verði með svipuðu móti og árið áður, leikhúsið mun ferðast milli þeirra sjö sveitarfélaga er standa að baki því, heimsækja leikskóla þeirra og aðrar stofnanir milli þess sem komið verður fram á götum úti en mikið verður stílað á svokallaðar bæjarhátíðir sem algengar eru. Auk Ísafjarðarbæjar tóku þátt í verkefninu í fyrra sveitarfélögin Ólafsfjörður, Garðabær, Húsavík, Austur-Hérað, Hornafjörður og Árborg. Óvíst er hvaða sjö sveitarfélög munu standa að leikhúsinu í ár.

Menningarborgarsjóðurinn var stofnaður af borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, og menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni, árið 2001 með stofnframlagi frá Reykjavík menningarborg árið 2000 og ríki og borg. Hlutverk sjóðsins, sem er í umsjá Listahátíðar í Reykjavík, er að stuðla að fjölbreytilegu menningarstarfi um allt land í framhaldi af menningarborgarárinu og er gert ráð fyrir að úthlutað sé árlega úr sjóðnum. Úthlutað er til nýsköpunarverkefna á sviði lista, menningarverkefna á vegum sveitarfélaga og menningarverkefna fyrir börn og ungt fólk.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli