Frétt

Kreml.is - Magnús Á. Magnússon | 11.03.2002 | 13:30Hálfsárs uppgjör 11. september

Magnús Árni Magnússon
Magnús Árni Magnússon
Í dag mun vera „hálft ár“ frá því að hryðjuverkaárásin var gerð á New York. Hefur heimurinn breyst? Við Íslendingar höfum löngum búið svo vel að vera „svo langt frá heimsins vígaslóð“ að við verðum allnokkru minna vör við þær hörmungar sem stafa af átökum og styrjöldum en nágrannar okkar í suðri. Það á einnig við um afleiðingar “11. september? 2001. Ein hliðarafleiðing þess atburðar er að nú er áðurnefnd ljóðlína styrkur okkar í ferðaþjónustu. Við trónum á toppi ferðamálablaða yfir “öruggustu áfangastaði í heimi?. Í flokki með Alaska og einhverjum nápleisum í áströlsku eyðimörkinni. Enn á ný græðum við á stríði.
Ég get ekki sett mig í spor þeirra sem vinna í háhýsum í New York. Heimurinn hefur örugglega breyst í þeirra huga. Ég hef líka minni en engar forsendur til að setja mig í spor íbúa Afganistan og nágrannalanda þess. 11. september breytti þeirra lífi svo um munaði. Maður lifir í voninni að nýir stjórnarhættir í Afganistan boði breytingar til hins betra, þó ekki sé vænlegt að veðja stórum upphæðum á slíkt í því stríðshrjáða landi.

11. september hleypti ríkisstjórn Ariels Sharons í Ísrael líka kapp í kinn. Hann sá að ef hann talaði nógu hátt um “stríðið gegn hryðjuverkum? myndi þolinmæðisstuðull Bandaríkjamanna gagnvart ofbeldisverkum hans hækka x-mikið. Hann kann að vera að nálgast x-ið núna. Þolinmæðisstuðli Evrópusambandsins er hins vegar löngu náð, en hann skiptir Sharon engu máli. Sharon er, eftir að Milosevic var tekinn úr umferð, eitthvert besta dæmið í dag um miðaldafursta sem vinnur samkvæmt lögmálum Machiavellis.

11. september breytti líka stöðu Rússa í umheiminum. Þeir hafa nú verið viðurkenndir af Vesturlöndum sem \"kristin bandalagsþjóð í baráttunni við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi\". Blinda auganu hefur verið snúið að Tétsníu. Það er jafnvel ekki lengur útilokað að Rússar gangi í NATO í fyllingu tímans. Sú aðkoma sem þeir hljóta að ráðstefnu utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Reykjavík í vor hefði verið óhugsandi fyrir 11. september.

Vesturlönd og þá sérstaklega Bandaríkjamenn hafa tekið upp meiri hörku í viðskiptum sínum við óánægjuöfl heima fyrir. Ef frá er talinn sjónvarpsþáttur sem RÚV sýndi í síðustu viku – hefur einhver heyrt talað um “baráttuna gegn hnattvæðingunni? frá 11. september? Í pistli þann 27. september síðastliðinn sló undirritaður fram þeirri hugdettu að við myndum sjá æ minni þolinmæði gagnvart anarkistum, óróaseggjum, umhverfisverndarsinnum, frjálslyndi í kynferðismálum og síðast en ekki síst - fólki sem á sér annan menningarlegan bakgrunn en vestrænan. Einnig að hægja myndi verulega á þeirri einkavæðingarbylgju sem gengið hefur yfir evrópsk þjóðfélög að undanförnu, í æ ríkari mæli yrði treyst á hið opinbera - á sterku mennina, frekar en ríku mennina. Hægja myndi á sókninni til frjálsari verslunar.

Einhvernveginn finnst manni að þetta séu einmitt sorglegustu breytingarnar eftir 11. september. Bandaríkin hafa kastað stríðshanska í andlit frjálsrar verlsunar með upptöku verndartolla í stáliðnaði. Þúsundir Bandaríkjamanna af arabískum uppruna hafa verið yfirheyrðir í lögregluaðgerðum sem dansa á línu þess löglega. Í Evrópu hafa löggjafir um innflytjendur verið hertar. Í Danmörku hafa sterkir menn með einfaldar lausnir í þeim málum tekið við stjórnartaumunum. Á Íslandi sjáum við að ríkisvaldið er ófeimið við að viðurkenna sjálft sig sem leikmann á markaði með milljarðaábyrgðum til einkafyrirtækja. Einkavæðing er ekki lengur lausnarorð og höfuðmarkmið. Við sjáum líka að varla líður fréttatími í ljósvakamiðli að ekki sé sagt frá einhverri “óhæfu? og “perversjón? í kynferðismálum. Tölvuhreyfingar starfsmanna ríkisfyrirtækja eru skoðaðar í því skyni að uppræta “uppljóstrara?. Litlu merkin um lögregluríkið eru víða.

Heimurinn breyttist ekki í einni svipan þann 11. september. Hann mun breytast smátt og smátt í kjölfar þessa ógnaratburðar. Svo hægt að við tökum varla eftir því fyrr en það er um seinan.

Magnús Árni Magnússon
Pistill þessi birtist á kreml.is

kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli