Frétt

bb.is | 07.12.2006 | 13:02„Vantar tengsl við fólkið á staðnum“

Þingeyri.
Þingeyri.

Íbúasamtökunum Átaki í Dýrafirði finnst litlu sem engu hafa orðið ágengt í áherslumálum sem fulltrúi samtakanna lagði fyrir bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæ fyrir ári. Á stjórnarfundi samtakanna fyrir skemmstu var farið yfir sömu áherslupunkta ásamt fundargerð frá fundi fulltrúa íbúasamtakanna og forsvarsmanna Ísafjarðarbæjar 28. nóvember 2005 sem lagðir voru fyrir Halldór Halldórsson, bæjarstjóra í haust. Meðal annars var rætt um Rætt um að ljúka deiliskipulagi á Þingeyri, ástand félagsheimilis staðarins, frágang við lóðina Tjörn og við íþróttahúsið og malbik í stað slitlags á götum þorpsins. „Hér á árum áður höfðu bæjaryfirvöld forgöngu í umgengi og snyrtimennsku í þorpinu en eitthvað hefur farið úrskeiðis eftir sameiningu sveitarfélaganna hér á svæðinu og það þarf að lagfæra.

Oft hefur verið talað um íbúalýðræði og það að hafa samvinnu við íbúa. En það eru orðin tóm því lítið samráð hefur verið haft við íbúa um forgangsröðun verkefna. Kannski má skýra það með því að verkefnin hafa nánast engin verið og því litlu að forgangsraða!. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar sjást sjaldan eða aldrei. Þeir bjóða ekki upp á viðtalstíma á staðnum og virðast ekki vita hvað er að gerast í þessum hluta bæjarfélagsins. Það vantar tengsl við fólkið á staðnum“, segir á vef Þingeyrar í frétt um fundinn.

„Rétt er að árétta við bæjaryfirvöld, að Ísafjörður getur aldrei orðið kjarnasvæði fyrir Vestfirði ef litlu þorpin verða þurrkuð út. Það þarf að hlúa að þorpunum, styrkja þau og gera þau eftirsóknarverð til búsetu til þess að Ísafjörður megi lifa og dafna. Með afskiptaleysi og neikvæðri framkomu gagnvart fólkinu í þorpunum, gefst fólkið upp og flytur í burtu, ekki til Ísafjarðar, heldur eitthvert allt annað.
Þá veikist samfélagið á Ísafirði, störfum fækkar því færri verða neytendurnir sem sækja nú þegar alla þjónustu til Ísafjarðar. Þá verður ennþá minna spennandi fyrir brottflutta Ísfirðinga að flytja aftur „heim“ því Ísafjörður verður orðinn jaðarbyggð.“

Í lok fundarins lét formaður íbúasamtakanna, Steinar R. Jónasson, af embætti og við tók varaformaður, Ellert Örn Erlingsson, fram að næsta aðalfundi. Ákveðið var að skrifa bæjarstjórn bréf og fá útskýringar og óska eftir betri samskiptum.

Nánar má lesa um málið á thingeyri.is.

thelma@bb.isbb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli