Frétt

Sælkeri vikunnar – Álfhildur Jónsdóttir Ísafirði | 08.12.2006 | 09:13Súpa úr Álfaborg í Þernuvík

Sælkeri vikunnar býður upp á súpu en uppskriftin varð til í sveitinni þegar hún og maðurinn hennar, Þór Ólafur, voru að byggja sumarbústað í Þernuvík. Álfhildur bendir á að passa skal við matreiðsluna að annað sjávarfang sé ekki soðið með sjávarréttakokteilnum, svo það haldist sem mýkst. Kannski þarf að bæta við krafti eða vatni við súpuna eftir smekk. Einnig býður sælkerinn upp á tertu í eftirrétt sem er uppskrift ættuð frá Álfadal á Ingjaldssandi.

1 stk. Laukur
1 stk. Rauð paprika (skorin smátt mýkt á pönnu og geymd í skál)
Laukur skorinn smátt og mýktur á pönnu og geymdur í skál

1 líter Vatn
60 ml. Humarkraftur (Bong í glerflösku)
1-2 teningar. Fiskikraftur (Knorr)
½ tsk. Karrý
60 gr. Smjörlíki
1½ dl. Hveiti

Setjið vatnið, kraftarnir og karrý í pott og látið suðuna koma upp og notið til að baka upp, smjörlíkið og hveitið. Setjið 2 dl vatn í lítinn pott og nokkra humarhala ca. 20 stk. Sjóðið í 2 mín. og hreinsið svo fiskinn úr skelinni.

4 dl vatn
360 g sjávarréttakokteill
200 g hörpudiskur
240 g rækja
2,5 dl matreiðslurjómi

Sjóðið sjávarréttakokteilinn í vatninu í ca. 5 mín. í svolítið víðum potti sem tekur alla súpuna, hellið svo því sem var bakað upp úr í gegnum sigti í þennan pott og lauknum og paprikunni bætt út í, eins hörpudisknum, rækjunni og humrinum og soðinu af humrinum, og rjóminn og hitað varlega upp að suðu alls ekki lata sjóða eftir að allt er komið saman í pottinn. „Ég komst í flöskuna hjá Ómari Helga og fékk smá til að dassa yfir pottinn af Remy Martin Louis Xlll. Það eru mjög gott þegar börn eru ekki í matarboðinu, svo ber ég fram með þessu eitthvað gott brauð og hef t.d. osta og pesto, þá er þetta orðið góður aðalréttur“, segir Álfhildur.

Kaneltertan hennar mömmu.

200 g smjörlíki
200 g sykur
200 g hveiti
2 tsk kanel
1 tsk lyftiduft
1 stk stórt egg
½ l rjómi

Smjörlíki og sykur þeytt vel og eggið sett út í og þeytt áfram, því næst hveiti, kanel og lyftiduft sett út í og hrært nokkra hringi eftir það, þessu er smurt í 4 tertuform og verður ekki þykkt, bakað í ofni í ca. 20 mín við 175°C , botnunum er hvolft strax á grind og verða þeir harðir. Rjóminn þeyttur og skipt jafnt á milli laganna en ekki ofan á efsta lagið.

Krem

50 g smjörlíki
60 g suðusúkkulaði
30 g flórsykur
2 eggjarauður

Smjörlíki og súkkulaði látið renna saman í potti varlega má ekki hitna mikið meðan eggjarauðurnar og flórsykurinn er þeytt mjög vel í hrærivél helt svo úr pottinum útí og hrært smá svo samlagist vel. Þetta er kælt svolítið í ísskáp þangað til gott er að smyrja því ofan á tertuna, flott er að sprauta hliðarnar með rjóma en tertan verður að bíða í ísskáp allavega í 6-8 klst. Svo botnarnir nái að mýkjast. Fínt er að skella þessari köku í frystir og taka hana svo upp nokkrum klst. fyrir notkun og skreyta hana þá með rjómanum að utan. Jarðarber og bláber er mjög gott að punta með.

Ég skora á bróðurdóttur mína Árnýju Einarsdóttur og Sigurð Ásvaldsson á Ísafirði.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli