Frétt

bb.is | 05.12.2006 | 16:18Kristinn ráðleggur samgönguráðherra að segja sannleikann

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur svarað grein sem birtist á bb.is í gær þar sem Sturla Böðvarsson vísar orðum Kristins á bug um að röðun brýnna vegaframkvæmda sé einkennileg nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þau orð voru birt í pistli á heimasíðu Kristins fyrir helgi þar sem hann talaði sér í lagi um framkvæmdir í Strandasýslu, nánar til tekið í Arnkötludal. Segir Kristinn að verið að láta framkvæmdir á Vestfjörðum víkja fyrir framkvæmdum við höfuðborgarsvæðið. Pistill Kristins sem birtur var á kristinn.is í dag er birtur hér í heild: „Samgönguráðherra segir á vef bb.is í gær að hann vísi á bug orðum mínum um frestun Arnkötludals. Jafnframt staðfestir hann upplýsingar mínar um nýjar framkvæmdir á næsta ári en segir hann óvarlegt að setja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um þær vegaframkvæmdir sem fram eiga að fara á sama tíma í samhengi við frestunina. Þær framkvæmdir séu umferðaröryggisaðgerðir.
Þá vitum við það. Vegagerð við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg á næsta ári fyrir 1000 milljónir króna á næsta ári eru umferðaröryggisaðgerðir, en vegagerð um Arnkötludal og Tröllatunguheiði á sama ári eru þensluaðgerðir. Þess vegna þarf að fresta þeim síðarnefndu en þær fyrrnefndu er hægt að ráðast í.

En vegagerðin á Vesturlandsvegi verður líklega sú að setja hringtorg í Mosfellsbæ við afleggjarann til Þingvalla og um Suðurlandsveg eru áformin, eftir því sem ég best veit, að vinna að 2+1 vegi um Hellisheiði og setja vegrið milli akreina. Vegagerðin í Strandasýslu er fólgin í því að gera veg sem þolir umferðina og leysir af hólmi afleita vegarkafla t.d. í Bitrufirði þar sem flutningabílar voru að velta fyrr á árinu vegna þess að vegarkanturinn gaf sig.

Mér finnst það ekki síðri umferðaröryggisaðgerðir en að gera hringtorg og skil ekki hvernig Samgönguráðherrann getur séð mun á þessum framkvæmdum. Hvernig getur það verið þensluhvetjandi að koma í veg fyrir að bílar velti í Bitrufirði, en ekki þensluhvetjandi að greiða fyrir umferð um Mosfellsbæ til Þingvalla?

Það er staðreynd að í fjáraukalögum fyrir árið 2006, sem nýlega er búið að afgreiða sem lög frá Alþingi er sérstök fjárveiting 1000 milljónir króna til vegagerðar á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi á árinu 2007. Það er líka staðreynd að í frumvarpi frá ríkisstjórninni sem mælt var fyrir í upphafi vikunnar er lagt til að lækka fjárveitingu til Arnkötludals á næsta ári úr 400 mkr. í 200 mkr. en auka fjárveitinguna að sama skapi á árinu 2008.

Þessi lækkun er um fjórðungur af áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið svo það fer ekki á milli mála að frestunin er umtalsverð. Það verður frestað um helmingi af áætluðum framkvæmdum næsta árs. Það er líka staðreynd að það átti að bjóða út verkið á þessi ári, en Vegagerðin hefur ekki fengið enn heimilt til þess að bjóða það út og mun ekki fá þá heimild á árinu. Þar stendur Samgönguráðherra í veginum, það er hans ákvörðun að seinka útboðinu, þrátt fyrir að Forsætisráðherra hafi lýst því yfir á Alþingi í stefnuræðu sinni í byrjun október sl. að þá væri felld úr gildi sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stöðva ný útboð á framkvæmdum.

Eftir þeim upplýsingum sem ég hef þá er áætlað að útboð fari fram í febrúar/mars á næsta ári og í ljósi þess að það ár verða aðeins 200 mkr. tiltækar af 900 mkr. heildarfjárveitingum blasir við að lítið verður unnið af heildarverkinu á árinu 2007. Satt best að segja er mér til efs að hægt verði að klára verkið á árinu 2008 miðað við þetta verklag.

Það stendur allt sem ég sagði í fyrri grein minni um málið, bæði um frestun á framkvæmdum um Arnkötludal og nýjar vegaframkvæmdir á sama tíma. Það liggur fyrir skjalfest í þingskjölum á Alþingi og í ræðum fjármálaráðherra og forsætisráðherra, þar sem þeir mæla fyrir lagafrumvörpum. Sturla Böðvarsson getur ekki vísað staðreyndum á bug og situr uppi með þær. Hann þarf að skýra þær fyrir Vestfirðingum og hefur engin svör á reiðum höndum önnur en þau að nýju framkvæmdirnar séu öryggismál en hinar séu þensla. Stóryrði hans í minn garð verður að skilja í þessu ljósi.

Ég vil ráðleggja ráðherranum að segja sannleikann, það er verið að láta framkvæmdir fyrir vestan og reyndar á norðausturhorninu líka víkja fyrir framkvæmdum við höfuðborgarsvæðið. Það er kjarni málsins.

thelma@bb.isbb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli