Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 05.12.2006 | 13:50Sturla segðu satt - Arnkötludal verður seinkað

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Samgönguráðherra segir á vef bb.is í gær að hann vísi á bug orðum mínum um frestun Arnkötludals. Jafnframt staðfestir hann upplýsingar mínar um nýjar framkvæmdir á næsta ári en segir hann óvarlegt að setja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um þær vegaframkvæmdir sem fram eiga að fara á sama tíma í samhengi við frestunina. Þær framkvæmdir séu umferðaröryggisaðgerðir. Þá vitum við það. Vegagerð við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg á næsta ári fyrir 1000 milljónir króna á næsta ári eru umferðaröryggisaðgerðir, en vegagerð um Arnkötludal og Tröllatunguheiði á sama ári eru þensluaðgerðir. Þess vegna þarf að fresta þeim síðarnefndu en þær fyrrnefndu er hægt að ráðast í.

En vegagerðin á Vesturlandsvegi verður líklega sú að setja hringtorg í Mosfellsbæ við afleggjarann til Þingvalla og um Suðurlandsveg eru áformin, eftir því sem ég best veit, að vinna að 2+1 vegi um Hellisheiði og setja vegrið milli akreina. Vegagerðin í Strandasýslu er fólgin í því að gera veg sem þolir umferðina og leysir af hólmi afleita vegarkafla t.d. í Bitrufirði þar sem flutningabílar voru að velta fyrr á árinu vegna þess að vegarkanturinn gaf sig. Mér finnst það ekki síðri umferðaröryggisaðgerðir en að gera hringtorg og skil ekki hvernig Samgönguráðherrann getur séð mun á þessum framkvæmdum. Hvernig getur það verið þensluhvetjandi að koma í veg fyrir að bílar velti í Bitrufirði, en ekki þensluhvetjandi að greiða fyrir umferð um Mosfellsbæ til Þingvalla?

Það er staðreynd að í fjáraukalögum fyrir árið 2006, sem nýlega er búið að afgreiða sem lög frá Alþingi er sérstök fjárveiting 1000 milljónir króna til vegagerðar á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi á árinu 2007. Það er líka staðreynd að í frumvarpi frá ríkisstjórninni sem mælt var fyrir í upphafi vikunnar er lagt til að lækka fjárveitingu til Arnkötludals á næsta ári úr 400 mkr. í 200 mkr. en auka fjárveitinguna að sama skapi á árinu 2008. þessi lækkun er um fjórðungur af áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið svo það fer ekki á milli mála að frestunin er umtalsverð. Það verður frestað um helmingi af áætluðum framkvæmdum næsta árs. Það er líka staðreynd að það átti að bjóða út verkið á þessi ári, en Vegagerðin hefur ekki fengið enn heimilt til þess að bjóða það út og mun ekki fá þá heimild. Þar stendur Samgönguráðherra í veginum, það er hans ákvörðun að seinka útboðinu, þrátt fyrir að Forsætisráðherra hafi lýst því yfir á Alþingi í stefnuræðu sinni í byrjun október sl. að þá væri felld úr gildi sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stöðva ný útboð á framkvæmdum. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef þá er áætlað að útboð fari fram í febrúar/mars á næsta ári og í ljósi þess að það ár verða aðeins 200 mkr. tiltækar af 900 mkr. heildarfjárveitingum blasir við að lítið verður unnið af heildarverkinu á árinu 2007. Satt best að segja er mér til efs að hægt verði að klára verkið á árinu 2008 miðað við þetta verklag.

Það stendur allt sem ég sagði í fyrri grein minni um málið, bæði um frestun á framkvæmdum um Arnkötludal og nýjar vegaframkvæmdir á sama tíma. Það liggur fyrir skjalfest í þingskjölum á Alþingi og í ræðum fjármálaráðherra og forsætisráðherra, þar sem þeir mæla fyrir lagafrumvörpum. Sturla Böðvarsson getur ekki vísað staðreyndum á bug og situr uppi með þær. Hann þarf að skýra þær fyrir Vestfirðingum og hefur engin svör á reiðum höndum önnur en þau að nýju framkvæmdirnar séu öryggismál en hinar séu þensla. Stóryrði hans í minn garð verður að skilja í þessu ljósi. Ég vil ráðleggja ráðherranum að segja sannleikann, það er verið að láta framkvæmdir fyrir vestan og reyndar á norðausturhorninu líka víkja fyrir framkvæmdum við höfuðborgarsvæðið. Það er kjarni málsins.

Kristinn H. Gunnarsson kristinn.is

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli