Frétt

Sturla Böðvarsson | 04.12.2006 | 09:46Arnkötludalur 2008

Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson.

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði þann 30. nóvember sl., birtist grein eftir Kristin H. Gunnarsson þingmann Framsóknarflokksins þar sem hann fjallar m.a. um vegaframkvæmdir á Vestfjörðum. Enn fremur birtist viðtal við þingmanninn á sama miðli, dagsett þann 1. desember sl. Málflutningur Kristins er eins og fyrri daginn ein samfelld tilraun til þess að koma illu til leiðar á hinum pólitíska vettvangi og koma höggi á samstarfsmenn sína innan stjórnarflokkanna. Kristinn H. Gunnarsson heldur því  ítrekað fram í máli sínu að ríkisstjórnin fyrirhugi frestun á framkvæmdum á nýjum vegi um Arnkötludal og Tröllatunguheiði. Vonandi er það ekki ætlun þingmannsins að afvegaleiða lesendur þótt sú sé raunin.

Rétt er að minna á að vegur um Arnkötludal komst fyrst á dagskrá með því að ég sem samgönguráðherra lagði til að í það verk væri ráðist. Naut ég góðs stuðnings flestra þinmanna kjördæmisins. Ekki varð vart við sérstakan áhuga Kristins vegna þessa verkefnis á þeim tíma. Framkvæmdir við veg um Arnkötludal hefjast á næsta ári og mun verkið, þegar það er hafið, eiga sér eðlilegan framgang. Undirbúningur vegna nýrra verka sem þessa er í eðli sínu flólkinn og tímafrekur enda lagt upp úr að hugað sé vandlega að öryggis- og umhverfismálum. Þrátt fyrir frestun á framkvæmdum í sumar er gert ráð fyrir að hægt verði að aka um Arnkötludal á nýjum vegi árið 2008. Samhliða verklokum framkvæmda í Arnkötludal verður jafnframt séð fyrir endann á uppbyggingu Djúpvegar.

Vert er að minna á að með sölu Símans var jafnframt tekin ákvörðun um stórauknar framkvæmdir í vegagerð. Það er af og frá að verið sé að lækka framlög ríkisins til vegamála frá því sem Samgönguáætlun gerði ráð fyrir. Þá vil ég minna á að ég hef  rætt  um stór auknar framkvæmdir sem ég tel að séu nauðsynlegar. Um það þarf að ná sátt. Eigi þær hugmyndir mínar að að ná fram að ganga er mikilvægt að þingmenn kjördæmisins standi saman og þá ekki síst stjórnarliðar en telja verður að Kristinn H. Gunnarsson sé í þeim hópi sem þingmaður Framsóknarflokksins.

 Það er hinsvegar rétt hjá þingmanninum að á árinu hafa framlög ríkisins til umferðaröryggismála verið aukin um allt að 1.000 m.kr. Sú aukning kemur m.a. til af frumkvæði samgönguráðuneytisins og í kjölfar kröftugrar umræðu um umferðaröryggismál. Vert er að minna á  mikla og stöðuga aukningu á umferð á megin umferðaræðum við höfuðborgina og hörmuleg umferðarslys á þeim leiðum. Með afgerandi hætti var ákveðið að bregðast skjótt við m.a. með aukinni áherslu á umferðareftirlit og sérstöku átaki í umferðaröryggismálum. Það er mál manna að með ákvörðun um að leggja fjármuni til umferðaröryggisaðgerða og með hertu eftirlliti hafi verið brugðist með skýrum hætti við kröfum þjóðarinnar um aukið öryggi í umferðinni. Það er því mjög undarlegt hjá þingmanninum að gera þær aðgerðir tortryggilegar með því að tengja þær færslu fjármuna vegna vegagerðar um Arnkötludal milli áranna 2007 og 2008.  

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli