Frétt

| 29.06.2000 | 11:05Starfsfólki fjölgar og afköstin stóraukast

Gunnar Þórðarson.
Gunnar Þórðarson.
Stöðugildi í sushiverksmiðju Sindrabergs ehf. á Ísafirði eru nú þrjátíu og starfsfólki fjölgar jafnt og þétt. Þegar framleiðslan hófst í byrjun febrúar í vetur var einungis gert ráð fyrir að starfsmenn yrðu fimmtán. Verksmiðja Sindrabergs mun vera ein aðeins þriggja í heiminum sem framleiða frosið sushi. Helsta vandamál sem upp hefur komið er að koma því inn hjá neytendum að nauðsynlegt er að þíða vöruna á réttan hátt.
Sindraberg ehf. hefur samið við stór sölufyrirtæki í Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð og á Ítalíu, eitt í hverju landi, um markaðssetningu og dreifingu á sushi-framleiðslunni. „Eins og viðbrögðin voru á matvælasýningunni í Belgíu í vor hefðum við getað samið við margfalt fleiri aðila en við vildum velja úr traust og góð fyrirtæki til að vinna með“, segir Gunnar Þórðarson hjá Sindrabergi. „Markaðsfólkinu líst mjög vel á vöruna en síðan eru neytendurnir hinn endanlegi dómari. Ef það gengur eftir sem þessi fyrirtæki tala um og vonir standa til þurfum við að geta stækkað hratt, fjölgað starfsfólki og aukið framleiðsluna mikið á skömmum tíma. Þess vegna munum við þjálfa fólk til að geta unnið á fleiri vöktum í verksmiðjunni svo að það verði reiðubúið þegar og ef þörf krefur“, segir Gunnar.

Hann segir að þrátt fyrir góðan vélbúnað verksmiðjunnar sé alltaf ákveðin handavinna í þessari framleiðslu og nauðsynlegt að hafa gott starfsfólk. Eftir að framleiðslan hófst í vetur kom fljótt í ljós að auka þyrfti vélakostinn frá því sem upphaflega var áætlað og þegar í mars voru pöntuð ný tæki sem nú eru að komast í gagnið. Við tilkomu þeirra tvöfaldast afköstin og rúmlega það og rúlluframleiðslan verður hagkvæmasti þáttur framleiðslunnar, öfugt við það sem verið hefur.

Gunnar Þórðarson segir að hægara hafi gengið á innanlandsmarkaði en erlendis. „Hér erum við sjálfir í meiri nálægð við sjálfan markaðinn, en erlendis sjá stóru fyrirtækin sem við höfum samið við algerlega um þá hlið. Við höfum sjálfir verið að selja í verslanakeðjur hér innanlands og enn sem komið er höfum við ekki náð nógu góðum tökum á þeim samskiptum. Þetta er allt annars eðlis en að selja í heilum gámum til stórra dreifingarfyrirtækja erlendis.“

Eitt vandamál nefnir Gunnar sérstaklega, en það er að koma því skilmerkilega til neytenda hvernig á að meðhöndla frosið sushi. „Við erum ítrekað að lenda í því, að fólk þíðir vöruna ekki á réttan hátt. Það er alþekkt að frosin hrísgrjón verða hreinlega ónýt ef þau eru þídd of hægt, til dæmis í kæli. Við lendum í því að fólk setur pakkana frá okkur inn í ísskáp og lætur þá þiðna þar í rólegheitum og eyðileggur með því vöruna. Það verður að taka bitana úr umbúðunum, dreifa þeim á bakka eða disk og láta þá þiðna við stofuhita. Þá verða gæðin fyrsta flokks. Þetta er helsta vandamálið sem við erum að fást við, að koma því inn hjá neytendum hvernig þeir eiga að láta vöruna þiðna á réttan hátt þannig að gæðin spillist ekki.“

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli