Frétt

bb.is | 22.11.2006 | 14:21„Stór hluti fjárhagsvandans tengist innlausn íbúða úr félagslega leigukerfinu“

Bolungarvík.
Bolungarvík.
Grímur Atlason, bæjarstjóri Bolungarvíkur, hefur svarað þeim athugasemdum sem bæjarfélaginu barst frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna vegna stöðu bæjarsjóðs Bolungarvíkurkaupstaðar. Í svari Gríms kemur fram að eiginfjárhlutfall sveitarsjóðs á viðmiðunarárum nefndarinnar hafi verið nokkuð hátt, og nefnir hann þar sérstaklega árin 2001-2004. „Þessi ár stóð eiginfjárhlutfallið hærra en árunum á undan og á árinu 2005. Skýringin er sú að á árinu 2001 seldi sveitarfélagið hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða fyrir kr. 338.000.000,-. Við þessa sölu jókst eiginfjárhlutfall um tíma á meðan sveitarfélagið er að ráðstafa söluhagnaðinum. Þetta fé var uppurið við lok árs 2005. Hluti af söluhagnaði Orkubúsins fór í framkvæmdir við leikskóla bæjarins og ennfremur var tækjabúnaður slökkviliðsins endurnýjaður. Hins vegar fór stór hluti söluandvirðisins í að greiða niður vanskil bæjarsjóðs við Íbúðalánasjóð vegna félagslegra leiguíbúða“, segir m.a. í bréfi Gríms.

Þá segir Grímur að eftir á að hyggja geti menn spurt sig hvort greiðsla áðurnefndra skulda við Íbúðalánasjóð hafi verið skynsamleg ráðstöfun á eiginfé, og tekur dæmi af ónefndu sveitarfélagi sem hafi verið í sambærilegri stöðu gagnvart íbúðalánasjóði og fékk skuldir sínar niðurfelldar skömmu eftir að Bolungarvíkurkaupstaður greiddi sín vanskil. „Veltufé frá rekstri hefur ekki staðið undir langtímalánum á undanförnum árum. Staða sveitarfélaga í landinu er ærið misjöfn en horfa ber á það að lögbundin þjónusta sveitarfélaga leggst jafnt á öll sveitarfélög óháð fjárhagsstöðu þeirra. Greiðslur frá jöfnunarsjóði leiðrétta ekki þennan mun nema að hluta til. Síðastliðin ár hefur orðið talsverð fólksfækkun í Bolungarvíkurkaupstað og hafa útsvarstekjur lækkað að sama skapi. Hátekjustörfum hefur fækkað hlutfallslega mest og kemur það auðvitað illa við bæjarsjóð. Vert er að benda á nýleg dæmi í tengslum við breytingar á rekstri ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli. Nú þegar hafa 6 tæknimenntaðir starfsmenn hætt þar störfum og fyrirséð er að 5 aðrir hætti fljótlega á næsta ári. Útsvarstekjur sveitarfélagins vegna þessara starfsmanna hafa verið í kringum 4.5% af heildarútsvarstekjum sveitarfélagsins Þensluháhrif vegna framkvæmda og breytinga á húsæðismarkaði hafa ekki skilað sér á Vestfjörðum. Stórframkvæmdir í fjórðungnum hafa til þessa dags verið hverfandi og hefur ekki verið reist íbúðarhús í sveitarfélaginu frá árinu 1994. Þensla hefur þannig aðeins átt sér stað í skuldasöfnun bæjarsjóðs – ef svo má að orði komast. Sveitarfélagið stendur hins vegar við allar lögboðnar skyldur sem því er falið að sinna. Stór hluti fjárhagsvanda sveitarfélagsins undanfarin ár hefur tengst innlausn íbúða úr félagslega leigukerfinu. Á tímabili voru íbúðir í eigu sveitarfélagsins í kringum áttatíu. Í dag er staðan allt önnur og eru íbúðir í eigu sveitarfélagsins rétt um tuttugu talsins í dag. Hefur talsvert af þessu húsnæði verið selt á opnum markaði. Varasjóður húsnæðismála hefur tekið þátt í tapi á sölu íbúðanna og hefur sjóðurinn greitt 90% af tapinu í þeim tilfellum þar sem ekki tókst að selja eignirnar yfir því verði sem á þeim hvíldi. Sveitarfélagið hefur þurft að greiða 10% af sölutapinu og er það auðvitað nokkur baggi. Á móti kemur sparnaður á rekstri íbúðanna og kemur því sala íbúðanna til með að bæta reksturinn til lengri tíma litið.“

Svar Gríms má lesa í heild sinni á vef Bolungarvíkurkaupstaðar.

eirikur@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli