Frétt

mbl.is | 28.02.2002 | 21:5618 mánaða fangelsi fyrir að misnota dóttur sína

Hæstiréttur staðfesti í dag 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur í febrúar í fyrra yfir manni sem misnotaði dóttur sína kynferðislega. Þá dæmdi Hæstaréttur hann til að greiða dótturinn 700.000 krónur í miskabætur auk vaxta en í héraði var hann sýknaður af bótakröfu á grundvelli fyrningarreglunnar.
Maðurinn var sóttur til saka fyrir að hafa misnotað dóttur sína, sem fæddist 1983, á heimili sínu, í bifreið sinni og í sundi á árunum 1990-96. Sömuleiðis var hann sóttur til saka fyrir misneytingu 6 ára systur sambýliskonu sinnar árið 1982 eða 1983. Var ákæran í fjórum liðum og var maðurinn fundinn sekur af tveimur þeirra.

Brotin voru framin annars vegar 17-18 árum áður og hins vegar um 10 árum fyrir ákæru og af þeim sökum þótti héraðsdómi fyrningarfrestur fyrir fjárkröfur útrunninn. Hæstiréttur koms hins vegar að þeirri niðurstöðu, að samkvæmt 16. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda skuli fyrning kröfu ekki vera því til fyrirstöðu að sakamaður sé jafnframt sakfellingu dæmdur til greiðslu skaðabóta. Skipti því ekki máli hvort krafa brotaþola um bætur fyrir þann miska, sem henni hefur verið gerður, kynni að vera fyrnd við aðrar aðstæður. Bæri því á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, áður 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, að dæma föðurinn til að greiða brotaþola 700.000 krónur í miskabætur.

Maðurinn var auk þess dæmdur til að borga allan áfrýjunarkostnað málsins og 3/4 sakarkostnaðar í héraði. Ennfremur 337.500 króna laun verjenda sinna í héraði og fyrir Hæstarétti svo og 140.000 króna þóknun réttargæslumanns dóttur sinnar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Mbl.is

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli