Frétt

Stakkur 9. tbl. 2002 | 27.02.2002 | 14:03Allir sem einn?

Ólíkt hafast menn að. Það hefur vakið óskipta athygli margra hve ýmsir forstöðumenn opinberra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins hafa gerst djarfir við þá iðju að skammta sjálfum sér lífsgæði úr sjóðum íslenska ríkisins og hlutafélaga í ríkiseign. Einhvern tíma hefði þessi háttsemi varið nefnd sínu rétta nafni og talin vera spilling af verstu tegund. Um nokkurt skeið virtist sem forsætisráðherra myndi láta duga að senda Guðmundi Magnússyni allt að því vingjarnlegt ávítunarbréf. Á mánudaginn tók Davíð Odssson af skarið og leysti forstöðumann Þjóðmenningarhúss frá störfum tímabundið. Þá hafði ríkissaksóknari þegar óskað eftir því við Ríkisendurskoðun að fá gögn máls þessa sama forstöðumanns til skoðunar svo hægt væri að meta hvort fyrirskipa skyldi lögreglurannsókn.

Þjóðin hafði þegar fengið sig fullsadda eftir fréttir af starfslokasamningi Þórarins V. Þórarinssonar forstjóra Landsímans, sem ekki þótti lengur nothæfur í því starfi. Leysa þurfti þennan fyrrverandi forstjóra frá störfum með greiðslu er nemur nærri fjórum tugum milljóna fyrir störf sem einskis voru metin eftir tveggja ára viðveru. Forstjóri sama fyrirtækis þáði bæði laun stjórnarformanns og var að auki verktaki hjá Landsímanum á sama tíma, en að vísu án vitundar stjórnar félagsins. Með honum sátu stjórnarfundi aðrir stjórnarmenn sem lýst hafa því að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvað félagi þeirra og formaður aðhafðist.

Hið athyglisverða er að þegar þessi mál eru öll skoðuð virðist engu skipta þótt viðkomandi stjórum og forstöðumönnum séu greidd há laun. Eins og í ljós kom í tilfelli forstjóra Landsímans þá sótti hann sér bæði tré og símatengingar að sumarbústað sínum við Þingvallavatn. Að auki útvegaði félagið honum bíl og rak hann forstjóranum að kostnaðarlausu. Það er kannski ekki að undra að formaður stjórnar hafi talið sig vanhaldinn. Þó verður framtak forstjóra Þjóðmenningarhúss og þjóðskjalavarðar að teljast snöggtum frumlegra. Ekki verður betur séð en þeir hafi dottið niður á þann kost að selja stofnun hins þjónustu sína sem sérfræðingar á viðeigandi taxta. Sá fyrrnefndi var þó enn frumlegri og réð konu sína í vinnu. Af fréttum er helst að skilja að heilsufari hennar hafi verið um að kenna að henni hafi ekki verið kleift að sinna starfi sínu sem skyldi.

Hvers mega Vestfirðingar sín í þessum efnum? Engan þarf að undra að stjórnsýslunefndir hér vestra reyni að sinna starfsmönnum er undir þær heyra, svo sem BB fjallaði um á liðnu hausti. Fróðlegt verður að sjá hvort reglur gilda til dæmis um starfskjör þeirra er þiggja laun samkvæmt úrskurði Kjaranefndar, er oft hefur borið á góma í ofan nefndu máli. Er starfsmönnum heimilt að taka sér meira sjálfum? Hafa stjórnsýslunefndir sem fjalla um málefni stofnana sinna vald til þess að bæta kjör þeirra, til dæmis varðandi húsnæði og önnur hlunnindi? Gildir kannski reglan allir sem einn? Hver er ábyrgð stjórna og nefnda ríkisins? Svör við þessum spurningum verða að fást. Ella hljóta öll rauð strik að vera að baki hjá hinum almenna launþega.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli