Frétt

Stakkur 47. tbl. 2006 | 23.11.2006 | 08:56Val á lista og kosningar að vori

Nú hefur Sjálfstæðisflokkur lokið vali, með ýmsum aðferðum þó, á lista í fimm af sex kjördæmum landsins. Samfylkingin er á sama róli. En Frjálslyndi flokkurinn og elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins, Framsóknarflokkur, eiga enn langt í land og verða að öllum líkindum mun íhaldsamari en stóru flokkarnir við valið. Búast má við handvirkum aðgerðum. Vinstri grænir fara sennilega milliveginn og stilla upp eða fara leið prófkjörs eftir atvikum. Enn er langt til kosninga og svo sem ekki vitað hvað gerist til vors. Þó má búast við því að flokkarnir fimm sitji einir að hitunni eins og landið liggur nú. Ekki er að sjá vísbendingar um nein sérframboð, önnur en þá Frjálslynda flokksins.

Mjög hefur verið rætt um hlut kvenna á framboðslistum. Almennur kjósandi vill örugglega hafa jafnræði með kynjum. En hvernig í ósköpunum dettur nokkrum manni í hug að hægt sé að gæta jafnræðis með öllum við kosningar. Væri svo ættu allir fulltrúa á Alþingi í samræmi við hlutfallslega stærð þess hóps sem þeir vilja telja sig til, sem gæti ráðist af mörgum ástæðum, aldri, kyni, menntun, störfum eða skoðunum á einstökum þjóðmálum. Til þess að sinna síðasta þættinum hafa menn einmitt stofnað með sér stjónmálaflokka. Þó hugmyndin kunni að vera góð, að tryggja einhvers konar jafnrétti þar sem tekið er tillit til allra, er jafnframt ljóst að hún mun ekki ganga upp í þeim veruleika sem við búum við. Þar með er ekki sagt að óæskilegt sé að konur séu jafn margar í framboði og karlar. Það er einmitt æskilegt, fyrst og fremst vegna hæfileika þeirra og sýnar á lífið og tilveruna, sem gefur meiri möguleika á góðum pólitískum lausnum. En það þýðir ekki að jafnræðis sé gætt með öllu. Hvað með alls kyns minnihlutahópa, að ekki sé talað um þá er minna mega sín og hafa aðrar skoðanir á lífinu og tilverunni en fjöldinn?

Vissulega munu sumir framboðslistanna líta fremur hallærislega út við fyrstu sýn, ekki síst listar stóru flokkanna. En því má ekki gleyma að sumir þeirra eru leiddir af hæfileikaríkum og eftirtektarverðum konum. Nægir að nefna ráðherra menntamála og fyrrverandi borgarstjóra. Líkast verður listi Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmi leiddur af konu, núverandi umhverfisráðherra. Hver verða afdrif elsta stjórnmálaflokksins í næstu alþingiskosningum? Kannanir benda til lítils fylgis.

Sumir vilja meina að á Sjálfstæðisflokki sé eins konar fangamark, sem kunni að hafa áhrif á útkomu hans í kosningum. Kjarni málsins er einfaldur. Þegar til kastanna kemur skiptir mestu hver málefnin eru og hvort og hvernig alþingismönnum tekst að koma þeim í framkvæmd. Lítið er rætt um málefni enn sem komið er. Í þeim efnum má segja að Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hafi sýnt hvað mest frumkvæði í vetur varðandi varnar- og öryggismál. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli