Frétt

| 27.06.2000 | 11:06Fimm ungmenni í „Skonzunnni"

„Skonzlingarnir" framan við burstabæinn á Hrafnseyri 17. júní.
„Skonzlingarnir" framan við burstabæinn á Hrafnseyri 17. júní.
Á nýliðinni Hrafnseyrarhátíð var eitt sem öðru fremur vakti athygli, einkum hjá yngstu kynslóðinni. Það var frumsamið ævintýri fyrir börn, þar sem saman komu þekktar ævintýrapersónur úr vinsælum barnaleikritum, þau Lína langsokkur, Halla í Latabæ, Rauðhetta, skilaboðadvergurinn Dreitill og síðast en ekki síst Mikki refur úr Hálsaskógi. Félagar úr fjöllistahópnum Skonzunni á Ísafirði sömdu og fluttu þetta skondna og skemmtilega ævintýri.
Skonzan er eitt yngsta blómið í fjölbreyttri menningarflóru Ísafjarðarbæjar. Hún var stofnuð í fyrravetur af fimm ísfirskum ungmennum, þeim Ástrúnu Jakobsdóttur, Brynjari Má Brynjólfssyni, Herdísi Önnu Jónasdóttur, Ingvari Alfreðssyni og Þórunni Örnu Kristjánsdóttur. Þau hafa komið víða við í leiklistar- og tónlistarlífi bæjarins á síðustu árum, þrátt fyrir ungan aldur, en þau eru aðeins 16 og 17 ára gömul. Fjögur þeirra stofnuðu ásamt fleirum Farand- og fjöllistahóp á Vestfjörðum sumarið 1998 og þau voru öll stofnfélagar í Morranum, atvinnuleikhúsi ungs fólks á Ísafirði, sumarið 1999.

Stærsta verkefni Skonzunnar til þessa var kabarettsýning sem sýnd var nokkrum sinnum í Krúsinni á Ísafirði í fyrravetur við mjög góðar undirtektir. Hópurinn hefur líka skemmt við ýmis tækifæri, svo sem á árshátíðum og í afmælisveislum. Síðast kom Skonzan fram 19. júní sl. á málþingi um konur og flutti þá einkum tónlist, m.a. eftir vestfirsk tónskáld.

„Skonzlingarnir" taka að sér fjölbreytt skemmtiatriði við hvers kyns tækifæri, söng, dans og leik, og jafnvel skraddarasaumuð að sérþörfum hvers og eins. Þeir sem óska liðsinnis Skonzunnar geta haft samband við Þórunni (869 4855) eða Brynjar (867 9670).

bb.is | 26.09.16 | 14:56 Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með frétt Í dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli