Frétt

Stakkur 46. tbl. 2006 | 16.11.2006 | 09:25Nýtt eða notað?

Síðasta helgi var mjög spennandi fyrir kosningafíkla og áhugamenn um stjórnmál. Samfylkingin hélt prófkjör í Reykjavík og enn á ný var sitjandi þingmanni, að þessu sinni konu, hafnað. Formaður fylkingarinnar hlaut efsta sætið með all miklu lægra hlutfalli en formaður Sjálfstæðisflokks hlaut í prófkjöri hans. Engu að síður má formaðurinn nokkuð vel við una. Fyrrverandi formaður hlaut annað sætið og varaformaðurinn fjórða sætið. En Jóhanna Sigurðardóttir fékk þriðja sætið í sinn hlut. Árangur hennar er góður. Prófkjör Sjálfstæðisflokks í tveimur kjördæmum leiddi til endurnýjunar og spennandi niðurstöðu.

Guðrúnu Ögmundsdóttur var hafnað af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgastjóri hafnaði í 8. sæti. Aðrir nýliðar voru neðar. Þannig má segja að notaðir þingmenn með einni undantekningu hafi fengið áframhaldandi brautargengi til þingsetu fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hvort sú niðurstaða á eftir að gefast vel sést í kosningum að vori. Ekki er ljóst hvers Guðrún Ögmundsdóttir galt af hálfu kjósenda Samfylkingar.

Sjálfstæðisflokkur hefur valið framtíðarforystu í Suðvesturkjördæmi, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Bjarna Benediktsson, sem nýtur mikillar hylli kjósenda. Einum sitjandi þingmanni var hafnað. Sigurrós Þorgrímsdóttir hafði ekki nægan stuðning til setu á Alþingi að þessu sinni. Ármann Kr. Ólafsson varð í þriðja sæti, Jón Gunnarsson í fjórða og Ragnheiður Elín Árnadóttir hafði fimmta sætið. Bæði hún og Ármann hafa starfað sem aðstoðarmenn ráðherra og verður að ætla að slíkt gefist vel. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ blandaði sér í baráttuna og hafði sjötta sætið. Tasverð endurnýjun verður í liði þingmanna flokksins eftir kosningar. Ætla má að Jón hafi notið farsælla starfa fyrir Slysavarnafélagið um langt skeið. Fróðlegt verður að sjá hverju listinn mun skila í næstu kosningum.

Í Suðurkjördæmi urðu þau tíðindi helst að Árni Johnsen fyrrum alþingismaður, er hlaut dóm fyrir brot í opinberu starfi, kemur sterkur inn á ný. Fjármálaráðherra flutti sig úr Suðvesturkjördæmi og varð efstur. Aðeins einn sitjandi þingmaður náði öruggu sæti, Kjartan Ólafsson. Enn varð hlutur kvenna fremur rýr, Björk Guðjónsdóttir situr í fjórða sæti og fyrrverandi sýslumannsfulltrúi á Ísafirði, Unnur Brá Konráðsdóttir þar næst og er sigur hennar því mikill. Drífa Hjartardóttir alþingismaður féll niður.

Bæði notað og nýtt er á ferðinni, en þó meiri breyting en hjá Samfylkingu í Reykjavík. Minnt er á Morgunblaðið hefur líkt og hér var gert síðast fjallað um konur og prófkjör í leiðara. Fyrst og fremst verður að muna að kjósendur fá að velja og það ber að virða. En hvað þurfa konur að læra varðandi árangur í prófkjöri? Að sjálfsögðu að hugsa eins og sigurvegari og læra bæði af körlum og ekki síður konum sem hafa staðið í þeim sporum. Þannig næst pólitískt jafnvægi kynja. Á meðan búum við það sem áður hefur verið notað í fleiri skilningi en einum.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli