Frétt

Jónas Guðmundsson | 10.11.2006 | 15:07Láglendisveg framhjá Holtavörðuheiði

Jónas Guðmundsson.
Jónas Guðmundsson.
Kröfur um greiðar og öruggar samgöngur um landið árið um kring fyrir flestar gerðir ökutækja hafa vaxið mjög síðustu misseri. Til að svo megi verða þarf samfélagið að leggja til góða vegi, vegi sem liggja ekki í meiri hæð en nauðsyn ber til þar sem því verður við komið til að tryggja sem öruggastar vetrarsamgöngur. Aðalvegurinn milli Suðvestur- og Norðurlands, Hringvegurinn, liggur á löngum kafla í yfir 200 metra hæð um Holtavörðuheiði en fer hæst í yfir 400 metra hæð. Sjaldgæft er í seinni tíð að vegurinn um heiðina sé lokaður allri umferð vegna snjóa enda hafa undanfarnir vetur verið venju fremur snjóléttir. Á hinn bóginn er leiðin oft tafsöm og varasöm yfirferðar vegna þoku sem þar getur lagst yfir árið um kring auk þess sem fannfergi, hálka, skafrenningur og hvassviðri er þar mun tíðara á vetrum en á láglendinu í kring og þörf á talsverðri vetrarþjónustu.

Lega láglendisvegar

Á næstunni er stefnt að lagfæringu og að hluta gerð nýs vegar fyrir botni Hrútafjarðar, sem liggja mun lítið eitt norðar en núverandi vegur. Við þetta styttist leiðin fyrir fjörðinn um rúma 7 km þótt áhrif á lengd Hringvegarins verði óveruleg. Þetta er vissulega hin þarfasta framkvæmd sem lengi hefur verið beðið eftir. Úr því sem komið er bendir margt til að áður en hafist verður handa væri vel þess virði að kanna til hlítar kosti þess að þvera fjörðinn um 10 km norðar en ráðgert er eða á milli Reykjatanga við Reykjaskóla í Húnaþingi vestra og Kjörseyrar í Bæjarhreppi á Ströndum eða þar skammt fyrir norðan, en fjörðurinn þar er um 1.400 metra breiður. Frá Reykjatanga liggur rif langleiðina út í miðjan fjörðinn sem sýnist vel brúklegt undir nýjan veg. Þarna er fjörðurinn auk þess tiltölulega grunnur að öðru leyti, skv. mælingum sem Leið ehf. lét gera fyrir nokkru, en mesta dýpi er um 25 metrar og sjávarfalla gætir þar ekki í miklum mæli líkt og á vestanverðu landinu. Með því að þvera fjörðinn á þessum stað væri kominn áfangi að vegi sem síðan mætti byggja upp yfir Laxárdalsheiði, sem hæst fer í slétta 200 metra og hefur reynst mjög snjólétt og áfram um Vestfjarðaveg suður Bröttubrekku þar sem í framtíðinni mætti gera göng. Slík göng yrðu að vísu í allt að 280 metra hæð miðað við fyrirliggjandi hugmyndir en ekki nema 1.800 metra löng og nýttust jafnt umferð til og frá Vestfjörðum og Norðurlandi.

Vegalengdir

Í dag er leiðin að norðan frá Reykjaskóla í Hrútafirði um Laxárdalsheiði og Vestfjarðaveg að vegamótum Hringvegar við Dalsmynni í Borgarfirði um 106 km en milli sömu staða um Holtavörðuheiði um 65 km (mismunur 41 km). Með um 3 km vegi frá Hringveginum yfir Hrútafjörð og áfram um 2,0 km suður Djúpveg að núverandi vegenda við Laxárdalsheiði yrði hugsanleg láglendisleið um 81 km en sýnist gæti farið niður í ca. 75 til 78 km eftir því hvernig vegurinn um Laxárdalsheiði yrði byggður upp og þar með orðið einungis 10 til 13 km lengri en leiðin um Holtavörðuheiði. Til samanburðar má nefna að leiðin milli Reykjavíkur og Selfoss er um 10 km lengri um Þrengsli en Hellisheiði. Miðað við óbreytt áform yrði hugsanleg láglendis-leið hins vegar um 34 km lengri. Ekki yrði hjá því komist að sinna veginum um Holtavörðuheiði áfram en meðaldagsumferð þar á liðnu ári var 1.275 ökutæki og hafði aukist um 45% frá árinu 2000 en vetrarumferð var 833 ökutæki og hafði aukist um 80% frá sama tíma. Sýnist heiðin vera sú næstfjölfarnasta á landinu á eftir Hellisheiði. Margt bendir hins vegar til að heppilegt gæti verið að miða við að vegur yfir Hrútafjörð, um Laxárdalsheiði og undir Bröttubrekku yrði aðalvegur milli Suðvestur- og Norðurlands og í framtíðinni byggður upp sem slíkur. Ef til kæmi mætti hugsanlega beina þungaflutningum milli landshlutanna á þann veg meðan umferð minni ökutækja yrði fremur beint yfir og suður Hrútafjörð Strandamegin og á Holtavörðuheiði þegar hún væri fær. Væri þá aðskilnaður milli stórra bíla og meiri hluta fólksbílaumferðar á rúmlega 60 km kafla, kafla sem telja verður einn þann varasamasta á leiðinni milli höfuðborgarsvæðisins og Norðurlands.

Annar ávinningur

Annar ávinningur af þessari þverun væri að með henni tengdust sveitarfélögin Bæjarhreppur og Húnaþing vestra og yrðu eitt atvinnu- og þjónustusvæði og að leiðin milli Vestfjarða og Norðurlands styttist um allt að 30 km í stað 7 km, sem hefði mikla þýðingu fyrir byggð við Húnaflóa og raunar alla Vestfirði og vestanvert Norðurland, en á þessum svæðum er íbúum enn að fækka meðan þeim fjölgar víðast annars staðar á landinu. Ekki er kunnugt um að miklar rannsóknir hafi farið fram en skv. áætlun sem Leið ehf. lét vinna um kostnað við þverun hefur hann verið áætlaður um 1.300 m.kr., sem vissulega er talsverð fjárhæð á almennan mælikvarða en þó vart meira en kostnaður við t.d. byggingu íbúðablokkar með 40 meðalstórum íbúðum. Vera má að ýmsum þyki í mikið ráðist með þverun þarna en miðað við kröfur nútímans um tryggar samgöngur allt árið milli helstu staða má segja að þetta blasi við og margar flugur séu slegnar í einu högg til lengri tíma litið. Eru sveitarstjórnarmenn og aðrir sem málum ráða á Vestfjörðum og Norðurlandi hvattir til að leiða hugann að þeim möguleikum sem í þessu felast. Það væri síðan verkefni framtíðarinnnar að byggja upp góðan veg um Laxárdalsheiði, breikka Vestfjarðaveg og gera göng undir Bröttubrekku sem án efa færðust framar í forgangsröð ef af þverun fjarðarins yrði eins og hér er lagt til.

Jónas Guðmundsson. Höfundur er stjórnarformaður í Leið ehf., félagi um framþróun í samgöngum á landi.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli