Frétt

Leiðari 47. tbl. 2006 | 23.11.2006 | 08:52Með lögum skal land byggja

Því skyldu menn greiða skatta ef hægt væri að komast hjá því? spurði viðmælandi í einni fréttinni af mörgum um undrun Dana yfir ríkidæmi Íslendinga, sem lengst af löptu dauðann úr skel undir þeirra stjórn, en hafa nú með óskiljanlegum hætti sölsað undir sig helstu verslanir þeirra. Já, er það ekki bara sjálfsagður hlutur að þeir sem hafa aðstöðu til notfæri sér gloppur í skattakerfinu til að komast hjá greiðslum til samfélagsins? Er ekki nóg að þeir borgi sem engar hafa undankomuleiðirnar? Sá danski benti á að ef skattalög væru götótt væri það stjórnmálamanna að ráða þar bót á.

Hvernig er þessum málum komið hérlendis. Hefur einhver tölu á þeim nefndum sem stjórnvöld hafa skipað til að stoppa í götin á skattakerfinu, gera það einfaldara og hugsanlega réttlátara? Til að ná til neðanjarðarhagkerfisins? Þær eru æði margar. Og hafa kostað sitt. Lítið fer hins vegar fyrir gagngerum breytingum á skattkerfinu og neðanjarðarhagkerfið blómstrar sem aldrei fyrr; veltir tugum milljarða króna árlega á kostnað almennings og fyrirtækja sem fara að lögum. Ekki minnsta smjörklípa kemur þaðan til samneyslunnar.

Alþingi setur lögin. Reynslan sýnir að þar hafa mönnum æði oft verið mislagðar hendur. Afsakanir um að ,,þetta“ hafi nú ekki verið ætlunin með tiltekinni lagasetningu og því verði ,,bara að laga það“ hljóma kunnuglega. Minna hefur þó farið fyrir lagfæringunum. Dæmi um lagasetningar er gengið hafa þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar er gjafakvótakerfið, fjölmiðlafrumvarpið, og ráðherrasniðna eftirlaunafrumvarpið, sem stríddi gegn öllu velsæmi og setti höfunda þess á stall ofar öllum rétti venjulegs fólks. Tíu milljón króna ,,réttur“ sænsks ráðherra, sem hrökklaðist frá völdum eftir fárra daga embættissetu, er upp komst um frjálslega umgengni hennar við lög og reglur, er gróft dæmi um misnotkun valdhafa í eigin þágu. Slík vildarlög eru aldrei sett í þágu almennings.

Stjórnmálamenn setja leikreglurnar. Til þeirra sem tekið hafa að sér slík vandaverk eru gerðar kröfur. Í leiðara Blaðsins fyrir skömmu ,,Skattsvik á háum stöðum“ var fullyrt að stjórnmálamenn svíki undan skatti, ekki síst þegar prófkjör nálgast og því bætt við að ,,fólkið sem setur okkur lögin (sé) nefnilega ekkert líklegra til að fara eftir þeim en við hin.“ Þetta eru stór orð. Ef þar við verður látið sitja liggja allir stjórnmálamenn undir þessum ásökunum, varnarlausir. Það er óskemmtileg tilhugsun. Er ekki full þörf á að hreinsa andrúmsloftið?

Uppákoma af þessu tagi ýtir undir þá sjálfsögðu kröfu að fjármál stjórnmálaflokkanna hætti að vera pukurmál. Lýðræðisins vegna er það slæm framvinda að frambjóðandi skuli vart eiga möguleika í prófkjöri nema hafa bakhjarla sem eru reiðubúnir að leggja fram svo og svo margar milljónir króna til að kosta framboðið.

Þingmenn tala fyrir opnara þjóðfélagi. Vonandi eru það ekki bara orðin tóm.
s.h.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli