Frétt

bb.is | 09.11.2006 | 09:53Skiptar skoðanir um innflytjendamálefni Frjálslynda flokksins

Kennimerki Frjálslynda flokksins.
Kennimerki Frjálslynda flokksins.
Málefni Frjálslynda flokksins er snúa að innflytjendum hafa verið í brennidepli í pólitísku umræðunni að undanförnu. Sérstaklega hefur flokksfólk gagnrýnt frjálst flæði vinnuafls en frá og með 1. maí síðastliðnum hafa ríkisborgarar allra ríkja Evrópusambandsins getað unnið á Íslandi án þess að þurfa að sækja um sérstakt atvinnuleyfi þrátt fyrir að Alþingi hefði heimild til fresta gildistöku laga um frjálst flæði launafólks allt til ársins 2011.

Halldór Hermannsson á Ísafirði, sem er á lista Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi, segist ekki vera tilbúinn að taka þátt í þeirri umræðu að ekki eigi að hleypa fólki inn í landið út af einhverju trúarbragðakjaftæði eins og hann orðar það. Hann segist hins vegar ekki skilja hvers vegna fresturinn um frjálst flæði launafólks hafi ekki verið nýttur í vor í stað þess að opna landið upp á gátt áður en nauðsynleg vinna hafi átt sér stað um það hvernig við ætlum að taka á móti innflytjendum inn í landið.

„Stjórnvöld ætla að taka tveggja ára frest út af komu Búlgaríu og Rúmeníu inn í Evrópusambandið sem ég fagna“ segir Halldór . Hann vill benda á nauðsyn þess að koma upp málkennslusjóð sem allir vinnuveitendur sem hafa starfsmenn af erlendu bergi brotna borgi í. Með því móti segir Halldór að hægt sé að hafa íslenskukennslu gjaldfrjálsa og hægt að gera hana að skyldu fyrir þá sem hér vilji dvelja. „Það er ekkert gert í því að veita útlendingum íslensku kennslu og því verður að breyta ef þetta fólk á einhvern tíman að geta aðlagast íslensku samfélagi til fulls“ segir Halldór.

Útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis gerir skoðanakannanir daglega og í gær voru birtar niðurstöður úr skoðanakönnun þar sem spurt var „Hvað flokk myndir þú kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú.“ Þar svöruðu 50% að þeir myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Daginn á undan var spurt hvort fólk væri fylgjandi málflutningi Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum og þar svöruðu 88% játandi. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður í ljósi þess að Frjálslyndi flokkurinn hefur mátt sæta mikilli gagnrýni frá öðru stjórnmálafólki að undanförnu.

annska@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli