Frétt

bb.is | 08.11.2006 | 17:01Jólabókaflóðið að skella á frá Vestfirska forlaginu

Kennimerki Vestfirska forlagsins.
Kennimerki Vestfirska forlagsins.
Á næstu vikum skellur jólabókaflóðið á frá Vestfirska forlaginu. Vinsælt hefur verið undanfarin ár að senda brottfluttum vinum og ættingjum bækur frá forlaginu að gjöf og engin breyting ætti að vera á því í ár því eins og sjá má á eftirfarandi umfjöllun kennir ýmissa grasa hjá útgáfunni í ár.

Frá Bjargtöngum að Djúpi 9. bindi. Bókaflokkur með ramm vestfirsku efni sem búinn er að vinna sér ákveðinn sess. Mörg hundruð ljósmyndir setja sterkan svip á verkið. Annar fastur liður í útgáfunni kemur einnig út en það er 19 hefti af Mannlífi og sögu fyrir vestan. Þar er að finna frásagnir af mönnum og málefnum á Vestfjörðum fyrr og nú. Fjölda margir höfundar eiga greinar í ritröðinni og hafa margir þeirra aldrei birt staf eftir sig áður. Hundruð ljósmynda hafa birst í Mannlífi og sögu, sumar þeirra fágætar.

Kvöldlag við kirkjudyr - Kirkjustaðir á Vestfjörðum -Vestur-Ísafjarðarsýsla eftir síra Ágúst Sigurðsson. Fáir eru fróðari um kirkjusöguna en síra Ágúst. Hér birtist 2. bók hans um staðarprestssetur á Vestfjörðum. Texti fræðiklerksins er sér á báti og 160 kirkjusögulegar myndir frá ýmsum tímum úr Vestur-Ísafjarðarsýslu ættu að vera mörgum kærkomnar.

Á æskuslóðum við Djúp eftir Tryggva Þorsteinsson. Prestssonurinn Tryggvi Þorsteinsson læknir rifjar upp æskuár sín í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp og menntaskólaár í Reykjavík.Vel skrifaðar og hugljúfar æskuminningar. Fyrsta bók höfundar.

Desembersvali eftir Hafliða Magnússon. Hafliði Magnússon frá Bíldudal lætur ekki deigan síga. Sá er ekki loppinn með pennann! Nú er það bók með krossgátum og smásögum. Þetta er nokkur nýlunda, þannig að það liggur beint við að skipta yfir í smásögur ef krossgáturnar gerast snúnar.

3XÁST eftir Eyvind P. Eiríksson. Fyrsta bókin í bókaflokknum Ástarsögurnar að vestan. Hér segir frá því er aldraður maður horfir á dofnandi lífskerti sitt og ljúfsárar minningar um þrjár konur og þrennar ástir, þrjá kafla í lífinu, bæði brenna og verma. Eyvindur P. Eiríksson er einn af þekktari rithöfundum okkar. Hann er fæddur og alinn upp í mikilli náttúru Hornstranda og Vestfjarða og vandist við sjó og sjósókn sem barn og ungur maður. Þetta hefur sett mark sitt á hann og öll hans viðhorf.

Harpa eftir Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur. er 2. bók í flokknum Ástarsögurnar að vestan. Harpa er fyrsta bók Guðrúnar Jónínu, samin beint upp úr íslenskum raunveruleika. Söguhetjan Harpa vinnur við stórvirkjun á fjöllum, lendir í bílslysi um kalda vetrarnótt og á þar ástarleik með bláókunnugum manni sem bjargar henni upp úr ískaldri á. Þetta er fyrsta bókin af þremur um íslensku dísina Hörpu og félaga hennar.

Nýi kennarinn eftir Gústaf Óskarsson. 3. bók í Ástarsögunum að vestan. Nýi kennarinn Þorgeir kemur til starfa í vestfirsku sjávarþorpi. Þar er flest með hefðbundnum hætti og munu margir kannast við ýmislegt úr þeim veruleika. Ástin er auðvitað grasserandi þarna sem annarsstaðar! Fyrsta bók höfundar.

Hitt og þetta úr Djúpinu eftir Guðvarð Jónsson.Guðvarður Jónsson frá Rauðamýri segir frá mannlífinu í Ísafjarðardjúpi á ýmsum tímum. Djúpbáturinn, veiðiárnar, rafvæðingin og fjöldi ógleymanlegra Djúpmanna kemur við sögu í annarri bók höfundar um sama efni.

Vegir og vegleysur eftir Kristján Þórðarson á Breiðalæk. Þeim fjölgar stöðugt sem leita uppi gamlar gönguleiðir og feta í fótspor formæðra sinna og feðra um vegi og vegleysur. Hér segir frá helstu gönguleiðum á Barðaströnd og um nálæga fjallvegi. Jafnframt er sagt frá hvernig samgöngum var háttað um það bil sem hætt var að ferðast fótgangandi vestra um miðja síðustu öld.
Verð: 1.850,- kr.

Einnig kemur út bókin 99 vestfirskar þjóðsögur sem sagt var frá hér á vefnum í gær.

annska@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli