Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 06.11.2006 | 13:45Sterkari framsókn – hvernig?

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Skoðanakannanir eru ekki uppörvandi fyrir okkur framsóknarmenn. Undanfarin tvö ár hefur fylgið farið stöðugt lækkandi og sveitarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor staðfestu í meginatriðum þessa þróun. Þar reyndist fylgið vera tæplega 12% í þeim sveitarfélögum sem flokkurinn bauð fram B lista . Fyrir fjórum árum var fylgið um 23%. Nýjasta Gallup könnum sýnir lægsta fylgi flokksins sem mælst hefur í á þeim bænum frá upphafi eða 8%.

Það er þó gleðiefni, a.m.k. í Norðvesturkjördæmi, að hvergi á landinu helst flokknum betur á fylgi sínu í síðustu Alþingiskosningum en einmitt þar. Framsóknarflokkurinn mælist þar með 16% fylgi, sem er um 75% af kjörfylginu í síðustu Alþingiskosningum. Reyndar er Norðvesturkjördæmið að verða sterkasta kjördæmi flokksins miðað við Gallup og fylgið mælist hvergi hærra um þessar mundir. Ekki verður ráðið af því að hin vestfirska rödd í þingflokki framsóknarmanna sé flokknum til óhagræðis, svo ég leyfi mér í allri hógværð að benda á það.

Það er deginum ljósara að við þurfum sterkari framsókn. Þjóðin þarf sterkari framsókn vegna þess að hófsöm og umbótasinnuð stefna frjálslyndra félagshyggjumanna er skynsamlegasta leiðin og flestum að skapi. Stefnan vinnur að breytingum, sem eru forsenda framfara, en gerir það með almannahagsmuni að leiðarljósi, fer gætilega og tryggir jöfnun lífskjara.

Spurningin er : hvernig? Hvað þarf að gera til þess að snúa stöðunni við og fara að sækja fram? Svörin, sem ég hef fengið á fjölmörgum fundum að undanförnu í kjördæminu og víðar, eru nokkuð samhljóða. Framsóknarflokkurinn þarf að sýna betur áherslur sínar í verki. Sterkari framsókn kemur með skýrari framsóknarstefnu. Stefnan er til og kjörfylgi flokksins undanfarna áratugi staðfestir að hún nýtur mikils fylgis. Aðalatriðið fyrir stjórnmálaflokk er að vera trúr stefnu sinni.

Margt hefur vel til tekist sem framsóknarmenn geta verið stoltir af. Þar má helst nefna atvinnumálin og verðmætaaukninguna í þjóðfélaginu undanfarinn áratug sem hefur bætt almenn lífskjör mikið. En dreifing verðmætanna hefur ekki orðið sem skyldi. Þar hefur hlutur aldraðra og öryrkja ekki batnað í samræmi við almenna þróun. Breytingar á skattheimtu á kjörtímabilinu hafa ekki að öllu leyti endurspeglað áherslur framsóknarmanna. Lækkun skattprósentunnar hefur bætt hag hátekjuhópanna meir en þeirra sem hafa lágar tekjur og lækkun skattleysismarkanna hefur fært skattheimtuna í ríkari mæli yfr í lægri tekjurnar. Hvort tveggja vinnur gegn jöfnuði í þjóðfélaginu.

Forsætisráðherra gat þess í stefnuræðu sinni á Alþingi í byrjun október að „kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings er nú um 60% meiri en hann var 1995“ en svo birtast upplýsingar frá samtökum eldri borgara þar sem fram kemur að kaupmáttur ráðstöfunartekna ellilífeyrisþega, sem ekki býr einn, mun aðeins hækka um tæp 19% frá sama tíma fram á næsta ár.

Upplýsingar byggðar á opinberum gögnum sýna að skattbyrði lágtekjufólks, þeirra 20% framteljenda sem hafa lægstu tekjur, hefur vaxið frá 1994 um 14-15% en á sama tíma hefur skattbyrði 10% tekjuhæstu lækkað um rúm 3%. Þessar tölur eiga við um hjón og sambúðarfólk.

Það verður eitt af stærstu verkefnunum á næstunni að jafna lífskjörin og sjá til þess að ávinningurinn af árangursríkri atvinnustefnu skili sér til allra þjóðfélagshópa, þar með talið til elli- og örorkulífeyrisþega. Það er framsóknarstefnan.

Kristinn H. Gunnarsson.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli