Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 31.10.2006 | 13:48Nýtt upphaf á sunnanverðum Vestfjörðum

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Menntun er algjört grundvallaratriði í nútíma samfélagi. Hreinn lykill að framtíðinni. Samfélagið verður stöðugt flóknara og krefst æ meiri sérþekkingar. Án hennar dragast menn aftur úr. Menntunin er afl nýrra hugmynda og raunar sjálfsagður þáttur í samfélagi okkar. Menntunarstigið hækkar líka ár frá ári. Einu sinni var gagnfræðaprófið mikilvægt markmið ungs fólks, með framhaldsskólabyltingunni opnuðust nýjar leiðir. En þessu var misskipt.

Aðgengið hefur ekki verið nægjanlega gott alls staðar, þó vissulega hafi gríðarlega margt verið gert til þess að auka það. Opnun nýrra framhaldsskóla víða um land og auknar fjárveitingar til jöfnunar námskostnaðar eru dæmi um að samfélagið hefur góðan skilning á því að ungu fólki sé gefinn kostur á því að njóta þess námsframboðs sem framhaldsskólanámið felur í sér.

Nýjasta dæmið er sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, að leggja til við Alþingi að leggja fram fjármuni svo að unnt verði að opna framhaldsskóladeild í Vestur Barðastrandasýslu í tengslum við Fjölbrautarskóla Snæfellinga, Grundarfirði. Verður deildin staðsett á Patreksfirði. Þetta er hrein bylting.

Tölur sýna að ríflega 40 prósent nemenda í árgangi á sunnanverðum Vestfjörðum ljúka ekki námi í framhaldsskólum. Þetta er langt umfram meðaltal í landinu öllu og allsendis óviðunandi. Fyrir vikið stendur ungt fólk á svæðinu höllum fæti þegar út í lífið kemur þar sem náms og skipulagðrar þekkingar er krafist.

Þess vegna var svo brýnt að auka námsframboðið á sunnanverðum Vestfjörðum. Allir geta sett sig í þau spor að þurfa að senda börn sín burtu um langan veg til náms, 16 ára gömul. Þessu fylgir gríðarlegt álag á fjölskyldur, auk þess fjárhagslega kostnaðar sem fylgir því. Álag á 16 ára ungmenni sem fer að heiman svo ungt er líka mikið. Allt þetta gerir það að verkum að við eigum að nefna það óviðunandi ástand og breyta því. Heimamenn lögðu líka á þetta höfuðáherslu og undirbjuggu málið vel. Það var lykillinn að árangri sem nú er að líta dagsins ljós.

Enginn vafi er á því að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu framhaldsskólanáms á Patreksfirði mun breyta gríðarlega miklu og njóta almenns stuðnings. Áhrifin á samfélagið verða líka strax skýr. Árgangar ungs fólks sem áður fóru burtu munu setja svip sinn á Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Fólk sem ekki hefur notið framhaldsskólamenntunar mun nýta sér hið nýja námsframboð. Þannig verður samfélagið fjölþættara, sterkara - og það sem einnig skiptir máli - skemmtilegra. Ákvörðunin á dögunum var hárrétt og hún var þýðingarmikil.

Upphaf nýs skólaárs á komandi hausti verður merkisdagur í Vestur Barðastrandasýslu og markar nýtt upphaf. Hamingjuóskir fylgja hinni nýju skólastarfsemi á Patreksfirði í þágu íbúa Vestur Barðastrandasýslu.

Einar K. Guðfinnsson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli