Frétt

mbl.is | 27.10.2006 | 10:57Stefán Karl með fyrirlestur í öllum grunnskólum landsins

Stefán Karl Stefánsson leikari og Nýherji bjóða upp á fyrirlestur í öllum grunnskólum landsins á þriðjudaginn 7. Nóvember 2006. Þetta er fremur óvenjulegur fyrirlestur fyrir þær sakir að hér er um að ræða útsendingu frá Los Angeles þar sem Stefán Karl er búsettur um þessar mundir, að því er segir í tilkynningu. Fyrst býður Stefán uppá fyrirlestur fyrir nemendur skólanna um morguninn og síðan fyrir foreldra um kvöldið. Fyrirlestrarnir eru efnislega tengdir svo að mikilvægt er að allir foreldrar mæti. Ef að líkum lætur verður hér um að ræða stærsta foreldrafund sem haldinn hefur verið svo vitað sé og því ætti það að virka hvetjandi fyrir alla foreldra grunnskólabarna að taka þátt í þessum óvenjulega viðburði.

Nýherji mun svo sjá um að fyrirlesturinn komist til skila í bestu gæðum sem völ er á svo að allir fái notið.

Gert er ráð fyrir að skólarnir þurfi 1Mbps tengingu til að gagnahraði sé nægur, flestir skólar ættu að ráða vel við það. Skólarnir þurfa skjávarpa, tölvu og svæði tl að varpa fyrirlestrinum á (t.d. breiðtjald). Hljóðið fer svo í hefðbundið hljóðkerfi skólans.

Stefán Karl fór á sínum tíma um landið og hélt fyrirlestra fyrir börn og foreldra þar sem hann ræddi um einelti og ofbeldi út frá örlítið öðru sjónarhorni en við erum vön. Stefán Karl stofnaði svo í framhaldinu samtökin Regnbogabörn sem enn lifa góðu lífi.

Nú hefur Stefán karl ákveðið að halda einn stóran fyrirlestur í von um að ná til sem flestra þar sem hann býr í Bandaríkjunum um þessar mundir. Eftirspurnin eftir fyrirlestrum Stefáns hefur verið slík að ekki er lengur hægt að sniðganga óskir foreldra og því er brugðið á þetta ráð.

Vakning Stefáns á sínum tíma vakti athygli á Íslandi og nú hefur athyglin breiðst út í heim þar sem Stefán Karl hefur verið í sjónvarpsþáttunum um Latabæ sem sýndur er í yfir 100 löndum og nær til hundruð milljóna heimila á degi hverjum. Stefán hefur nýverið hafið heimsóknir í bandaríska skóla og hefur verið vel tekið. Verið er að undirbúa fyrirlestrarherferð í bandarískum skólum sem mun hefjast í ársbyrjun 2007.

Miðaverð inn á foreldrafundinn er einungis 1.000 krónur og er miðaverði stillt í hóf svo að sem flestir sjái sér fært að mæta. Hluti ágóða rennur til Regnbogabarna. Fyrirlestur fyrir nemendur um morguninn er hinsvegar börnum og skólum að kostnaðarlausu.

Fyrirlestur fyrir börnin er um 35 mín langur en foreldrafundurinn er um 2 klukkustundir með 20 mín hléi.

Ástæða er til að ítreka að foreldrafundurinn er aðeins ætlaður foreldrum, kennurum og forráðamönnum barna og að börnum er ekki heimill aðgangur.

Segja má að hér sé um einhverskonar „Stand-Up” að ræða svo að enginn ætti að óttast orðið „Foreldrafundur” um of segir í tilkynningu.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli