Frétt

Hallgrímur Magnússon | 27.10.2006 | 09:53Kjósum sr. Karl í 1.-2 sætið

Hallgrímur Magnússon.
Hallgrímur Magnússon.
Í aðdraganda komandi alþingiskosninga er nú komið að því að velja hverjir verða á listum framboðsflokkanna. Þann 28.-29. október n. k. verður opið prófkjör fyrir Samfylkinguna. Í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi geta allir tekið þátt í því að velja frambjóðendurna, ekki bara væntanlegir kjósendur Samfylkingarinnar, heldur líka þeir sem líklegir til að kjósa aðra flokka í kjörklefanum í vor.

Þetta er mjög heppilegt fyrirkomulag, því það gefur almenningi möguleika á að styðja gott fólk til góðra verka án frekari skuldbindinga. Það hendir nefnilega oft að fólk vill styðja einstaka alþingismenn í störfum sínum þó maður sé ekki endilega sammála heildarstefnu flokks hans. Samfélag okkar hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Peningahyggja er allsráðandi, heilbrigðisstofnunum er stjórnað án tillits til þess hvernig sjúklingunum líður, en meiri gaumur gefinn að líðan ársreikningsins. Einokun og fákeppni er allsráðandi á mörgum mikilvægum sviðum þjóðfélagsins, ekki bara í verslun og sjávarútvegi, heldur einnig í fjarskiptum og fjármálaþjónustu, og bráðum bætist orkuframleiðsla við ef svo fer sem horfir.

Aukin fíkiefna- og áfengisneysla setur líka svip sinn á þjóðfélagið með tilheyrandi ofbeldi og voðaverkum. Víða á landsbyggðinni eiga atvinnuvegirnir undir högg að sækja og fólksflóttinn til höfuðborgarsvæðisins heldur áfram. Það er því í mörg horn að líta fyrir verðandi þingmenn og vandi fyrir okkur kjósendur að velja hverja við viljum sjá í fyrstu sætunum. Og þó. Í Norðvesturkjördæminu hefur Karl V. Matthíasson gefið kost á sér í fyrsta til annað sætið á lista Samfylkingarinnar. Að mínu mati er þarna kominn maður sem líklegur er til að taka á mörgum þeirra vandamála sem nefnd eru hér að framan. Mikil reynsla hans af lífi fólks á landsbyggðinni mun þar koma okkur öllum til góða. Þegar hann sat á alþingi á árunum 2001-2003 var hann óþreytandi að benda á ný atvinnutækifæri til að styrkja landsbyggðina.

Áfengis og fíkniefnavandinn er honum vel kunnur því hann er sérþjónustuprestur þjóðkirkjunnar á því sviði. Karl er góður ræðumaður, mikill húmoristi og á auðvelt með að fá fólk til að vinna með sér. Hann er verðugur fulltrúi íbúa Norðvesturkjördæmis og landsins alls í sölum alþingis á næsta kjörtímabili.
Stuðlum að mannúðlegra þjóðfélagi.

Veljum Karl V. Matthíasson í fyrsta til annað sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.

Hallgrímur Magnússon.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli