Frétt

Einar Gunnarsson | 26.10.2006 | 09:19Tökum þátt!

Einar Gunnarsson.
Einar Gunnarsson.
Eftir glæsilega fundarherferð að undanförnu í tengslum við prófkjör Samfylkingarinnar í NV kjördæmi styttist mjög í sjálft prófkjörið sem verður laugardaginn 28. október og sunnudaginn 29. október. Ég hef tekið þátt í þessu skemmtilega ferli ásamt meðframbjóðendum mínum og áhugafólki víðsvegar um kjördæmið. Þetta ferðalag hefur verið mikill lærdómur fyrir mig sem frambjóðanda og einstakling. Gaman hefur verið að heyra í öllu því fólki sem hefur sýnt fundarherferðinni áhuga og oftast sköpuðust mjög málefnanlegar og góðar umræður sem voru fundarmönnum til sóma og sýndu að töluverður áhugi er fyrir stjórnmálaumræðu, sem betur fer. Við stjórnmálamennirnir þurfum að vera duglegri við að halda umræðunni á lofti fyrir okkur öll, alltaf.

Einkum eru það þrjú málefni sem mig langar til að setja á oddinn í komandi starfi mínu fyrir kjördæmið. Í fyrsta lagi eru það málefni sveitarfélaganna sem nauðsynlegt er að laga en tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga hefur skekkst undanfarin ár. T.d. eru fleiri og fleiri Íslendingar sem afla tekna í gegnum fjármagn en ekki hefðbundna launþegavinnu. Fjármagnstekjur bera 10% skatt sem rennur allur til ríkisins og þar með verða sveitarfélögin af skatttekjum sem myndast hjá íbúum þess. Þessu þarf að breyta hið snarasta því í núverandi kerfi býr óréttlæti sem eykur ójöfnuð á milli ríkis og sveitarfélaga og einnig getur þetta skapað ójöfnuð á milli sveitarfélaga sem ég tel afar óheppilegt. Sveitarfélögin eiga að fá fleiri verkefni frá ríkinu en fyrst verður að laga tekjuskiptinguna.

Umhverfismál hafa skipað sess í mínu máli þar sem ég vil benda landsmönnum á tillögur Samfylkingarinnar í bæklingnum “Fagra Ísland”. Þar er mikilvægt skref stigið af hálfu Samfylkingarinnar þar sem náttúran fær að njóta vafans í ákvörðunum okkar um umhverfismál. Afdráttarlaus afstaða er tekin með verndun helstu náttúruperlna landsins til framtíðar sem eru heldur betur í hættu ef áframhaldandi stóriðjustefna núverandi stjórnvalda fær að njóta sín. Hana verður að stoppa.

Menntamál eru mér hugleikin og ég tel menntun vera lykilinn að framtíðinni fyrir Íslendinga. Við þurfum að efla menntun í landinu enn frekar og þar liggja tækifæri fyrir landsbyggðina. Af menntun skapast fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði sem brýn þörf er á, sérstaklega fyrir landsbyggðina. Ég vil efla grunnmenntun í landinu og tel það vera heppilegustu leiðina til að auka árangur menntakerfisins. Fyrsta skrefið er að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastigið og vinna þannig að gjaldfrjálsum leikskólum sem myndi bæta hag margra fjölskyldna. Veita þarf grunnmenntun meiri athygli í landsmálaumræðunni.
Ágætu kjósendu, það er von mín að þátttaka verði góð í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í NV kjördæmi og vilji fólksins fái því ráðið hverjir taka að sér forystuhlutverkið í komandi þingkosningum. Samfylkingin þarf að komast til valda svo landsmenn fái notið þeirra miklu vinnu sem fram hefur farið í flokknum að undanförnu. Samfylkingin býður upp á metnaðarfullar leiðir til að efla land og þjóð til framtíðar. Ég hvet fólk eindregið til að kynna sér stefnu flokksins í málefnum þjóðarinnar sem byggir á hinum klassísku gildum jafnaðarmanna; jöfnuði, frelsi og samábyrgðar.

Einar Gunnarsson býður sig fram í 3. – 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í prófkjöri sem fram fer helgina 28. og 29. október.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli