Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 24.10.2006 | 14:28Er þá náttúruverndarstefnan bara hentistefna?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Athyglisvert er það að þeir aðilar erlendir sem gagnrýna hvalveiðar okkar gera það út frá röngum fullyrðingum. Þeir fullyrða að við séum að veiða hvali sem séu á varúðarlistum og þoli ekki veiði. Þetta er rangt. Veiðar okkar eru langt innan við öll varúðarmörk. Sjálfbær veiðiskapur og vel rúmlega það. Í rauninni er það hryggilegt að fulltrúar stórþjóða eins og Breta og Ástrala skuli fara með svona fleipur. Þeir eiga að vita betur. Gögn um langreyði og hrefnustofna við Ísland eru haldbær. Hafa farið í gegn um mat vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og NAMMCO, sem geta borið um að stofnarnir eru í góðu ásigkomulagi.

Þegar fulltrúar svo stórra þjóða sem vilja njóta álits á alþjóðavettvangi fara með fleipur, þegar þeir eiga að vita betur, vakna ótal spurningar. Getur verið að sannleikurinn skipti þá ekki meira máli en þetta? Skáka ráðherrar þessara landa í skjóli þess að almenningur í þessum löndum veit ekki betur? Það er alveg augljóst mál. Þeir eru að nýta sér fáfræði almennings á sviði sem er honum hulið eðlilega. Það er ómerkilegur leikur sem er þeim til mikillar skammar.

Hér á landi dettur hins vegar engum í hug að tala svona. Hér er almenningur svo vel upplýstur um hvalveiðimál hér við land að engum tjóaði að reyna að ljúga sig áfram í málflutningnum. Menn þekkja stærð hrefnustofnsins og langreyðarstofnsins. Og jafnvel þeir sem ekki styðja hvalveiðar gera helst lítið úr veiðum okkar með því að vísa til þess að veiðarnar séu svo takmarkaðar að þær hafi engin áhrif. Þeim er með öðrum orðum ljóst að hvalveiðarnar eru ekki ógnun við stofninn.

Þarna eru sumsé hvalveiðiandstæðingar í algjörri andstöðu hvorir við aðra. Einn hópurinn talar um stofn í útrýmarhættu, annar um að stofninn sé svo risastór að veiði á honum hafi engin áhrif. En „röksemdafærslur“ hvalveiðiandstæðinga - þó ólíkar séu - leiða samt til hins sama. Þær fela í sér andstöðu við hvers konar nýtingu náttúruauðlinda, í samhengi við hugmyndafræði hinnar sjálfbæru þróunar. Hugmyndafræðin felur í sér að sumar náttúruauðlindir megi alls ekki nýta; jafnvel þó nýtingin skaði ekki lífríkið.

Og þá hlýtur að vakna hin óhjákvæmilega spurning. Hvenær á við hugtakið sjálfbær auðlindanýting? Er það bara notað við hentugleika ? Hefur það enga almenna meiningu? Eða telja hinir sjálfskipuðu gæslumenn náttúrunnar sig hafa einkarétt á að teygja og toga það hugtak eftir því sem hentugast er hverju sinni. Er þá náttúruverndarástin þá bara eins og hver önnur hentistefna sem brúkist eftir þörfum?

Einar K. Guðfinnssonekg.is

bb.is | 26.10.16 | 13:24 Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með frétt Laugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli