Frétt

bb.is | 15.02.2002 | 13:32Talið brýnt að koma í veg fyrir frekari samdrátt í mjólkurframleiðslu

Mjólkursamlagið á Ísafirði
Mjólkursamlagið á Ísafirði
Fyrir liggur að talsverður samdráttur verður í mjólkurframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum á núverandi verðlagsári þar sem mjólkurbændur með samtals um 200.000 lítra greiðslumark munu hætta búskap. Þetta kemur fram í skýrslu sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur unnið um stöðu mjólkurframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum. Er talið brýnt að leita leiða til þess að treysta mjólkurframleiðslu á svæðinu og tryggja að ekki verði frekari samdráttur en þegar hefur orðið. Nauðsynlegt sé að mjólkurframleiðendur á norðanverðum Vestfjörðum geti, ekki síður en mjólkurframleiðendur annars staðar á landinu, boðið í það greiðslumark sem kemur á markað innan svæðisins.
Í skýrslunni kemur ennfremur fram að fyrir tveimur árum gerði Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða úttekt á stöðu og framtíðarhorfum í mjólkurframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum. Niðurstöður leiddu í ljós að staðan væri viðkvæm og búast mætti við samdrætti í framleiðslu á næstu árum, en að traustur rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga og aðgangur að lánsfjármagni til kaupa á greiðslumarki væri það sem helst gæti styrkt stöðu mjólkurframleiðslu á svæðinu. Í nýju skýrslunni segir að nú sé sú þróun sem spáð var að ganga eftir. Eftir stöðugleika undanfarin ár liggi fyrir að framleiðendur með samtals allt að 200.000 lítra greiðslumark muni hætta búskap á núverandi verðlagsári. Það takmarki mjög svigrúm Mjólkursamlags Ísfirðinga til að bregðast við sveiflum í framleiðslu og dragi úr trú framleiðenda á framtíð mjólkurbúskapar og þar með úr áhuga á frekari uppbyggingu.

Í skýrslunni segir að til þessa hafa framleiðendur getað tekið yfir þann kvóta sem hefur verið til sölu þegar aðrir á svæðinu hafa hætt en nú er hins vegar svo komið að þeir sjá sér ekki fært að fjárfesta í þeim kvóta sem losnar. Kemur þar til hátt verð á mjólkurkvóta en bændur á svæðinu hafa þegar gengið eins langt í kaupum á greiðslumarki og þeir telja mögulegt. Einnig telja þeir sig ekki geta keppt við framleiðendur annars staðar á landinu sem hafi aðgang að lánsfjármagni á hagstæðari kjörum með milligöngu þriðja aðila, oft mjólkursamlags. Allt stefnir því í að heildargreiðslumark svæðisins verði undir 1,1 milljónum lítrum við lok núverandi verðlagsárs. Ljóst er að slíkur samdráttur mun hafa neikvæð áhrif á rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga og allt sem skerðir rekstrarmöguleika samlagsins hefur aftur bein áhrif á framleiðendur. Að mati forsvarsmanna samlagsins má vinnsla ekki fara niður fyrir eina milljón lítra á ári án þess að setja reksturinn í uppnám. Þannig að hætti einn til tveir framleiðendur til viðbótar er rekstri samlagsins ógnað og þar með allri mjólkurframleiðslu á svæðinu.

Staðfestur áhugi er meðal eigenda Mjólkursamlags Ísfirðinga að viðhalda rekstri samlagsins og áframhaldandi mjólkurbúskap á norðanverðum Vestfjörðum. Rekstur samlagsins hefur gengið vel og brugðist hefur verið við minnkandi eftirspurn með þróun nýrra afurða. Hins vegar geti brugðið til beggja vona dragist framleiðsla enn frekar saman eins og allt stefnir í. Meðal mjólkurbænda er áhugi á að auka framleiðsluna en skert samkeppnisstaða gerir þeim erfitt fyrir að fylgja þeim áformum eftir. Geti framleiðendur ekki keypt þann kvóta sem losnar innan svæðisins minnkar svigrúm Mjólkursamlagsins til að standa undir rekstri í hvert skipti sem einhver framleiðandi hættir og þar með veikist staða þeirra sem eftir standa. Segir Atvinnuþróunarfélagið að þannig sé ákveðin pattstaða komin upp, framleiðendur treysta sér ekki til að auka við framleiðslu með byggingu nýrra fjósa og auknum kvóta þar sem óttast er að framtíðarrekstur samlagsins leggist af vegna þess að aðrir framleiðendur hætta.

Fram kemur í skýrslu Atvinnuþróunarfélagsins að í dag skapar mjólkurframleiðsla og vinnsla 35-40 störf á norðanverðum Vestfjörðum og er þá ekki tekið tillit til margfeldisáhrifa. Á svæði þar sem hvert einstakt starf skiptir máli sé því nokkuð í húfi. Málið snúist einnig um fleira en þau störf sem tengjast beint mjólkurframleiðslu og vinnslu, því um sé að ræða atvinnu- og hagsmunamál svæðisins á breiðum grundvelli. Verði að telja að verulegur samdráttur í mjólkurbúskap hafi neikvæð áhrif á annan landbúnað á svæðinu og þar með búsetu í dreifbýli. Til að styrkja atvinnugreinina þurfi því að fara í sameiginlegt átak þeirra sem að henni starfa, fjármögnunaraðila, Byggðastofnunar, sveitarfélaga og allra sem beina og óbeina hagsmuni hafi af því að tryggja þessa starfsemi.

Hefur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða skrifað bréf til stjórnar Byggðastofnunar þar sem það vekur athygli á því ástandi sem líkur eru á að sé að skapast í mjólkurframleiðslu og vinnslu á norðanverðum Vestfjörðum. Jafnframt óskar félagið eftir viðræðum um hvernig Byggðastofnun geti lagt þessu máli

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli