Frétt

mbl.is | 20.10.2006 | 08:09Hundruð án dvalarleyfis

Að sögn Hildar Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, getur fjöldi útlendinga hér á landi sem ekki hafa gilt dvalarleyfi numið hundruðum. Á lista sem stofnunin tók saman yfir fjölda leyfislausra í sumar var fjöldinn 550 en þegar nánar var að gáð höfðu fjölmargir þeirra þegar farið af landi brott. Þessar tölur miða við alla útlendinga sem hafa verið með leyfi en ekki sótt um endurnýjun, en Hildur telur erfitt að áætla um fjölda útlendinga á Íslandi sem aldrei hafa sótt um leyfi.

Hildur áréttar einnig að EES-borgarar, sem eru stór hluti leyfislausra útlendinga, séu ekki flokkaðir sem ólöglegir innflytjendur þar sem þeir eigi rétt á dvalarleyfi á landinu að uppfylltum vissum skilyrðum. Nauðsynlegt sé hinsvegar fyrir þá að sækja um slíkt leyfi til að komast inn í þjóðskrá og fá skattkort. Ólöglegir eru hinsvegar þeir sem ekki eiga rétt á leyfi eða endurnýjun leyfis.

Aðspurð telur Hildur ólíklegt að á Íslandi leynist margir leyfislausir útlendingar sem ekki eigi rétt á leyfi. "Slíkt verður alltaf erfiðara og erfiðara. Við erum í samstarfi við skattinn sem athugar hvort fólk hafi leyfi áður en skattkort eru gefin út. Þeir sem ekki hafa dvalarleyfi fara heldur ekki inn í þjóðskrá, þeir geta mögulega fengið kennitölu en eru þá skráðir í svokallaða utangarðsskrá," segir Hildur og bendir á að erfitt sé að lifa eðilegu lífi í íslensku samfélagi án þess að hafa gilt dvalarleyfi. "Það myndi komast upp ef fólk þyrfti að fara á spítala og jafnvel ef það skryppi út í vídeó-leigu," segir hún. Jafnframt bætir hún við að eftirlit með útlendingum innanlands sé í höndum lögreglu, sem vinni þó oft eftir upplýsingum og ábendingum frá Útlendingastofnun.

Spurð að því hver viðurlögin séu við því að lifa á Íslandi án dvalarleyfis segir Hildur að hörðustu úrræðin séu brottvísun úr landi og endurkomubann sem gildi þá inn á allt Schengen-svæðið. "Við reynum að sjálfsögðu að gæta meðalhófs. Yfirleitt er þeim sem ekki hafa sótt um endurnýjun dvalarleyfis sent bréf þar sem þeir eru áminntir um að endurnýja leyfið," segir Hildur og tekur fram að séu málin alvarlegri sé það í höndum lögreglu að fara með framkvæmd þeirra. "Vinnuveitendur geta einnig þurft að greiða sektir vegna leyfislauss starfsfólks," bætir hún við.

Að lokum áréttar Hildur að Útlendingastofnun fylgist náið með endurnýjun leyfa og kanni það í samstarfi við lögreglu hvort að á landinu sé leyfislaust fólk sem nauðsynlegt er að vísa af landi brott.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli