Frétt

bb.is | 10.10.2006 | 06:38Reynslusporin 12 kynnt í Holti

Frá Holti.
Frá Holti.

Kynningarfundur um reynslusporin 12 verða haldnir í Holti í Önundarfirði næstkomandi þrjú fimmtudagskvöld kl. 20. Reynslusporin 12 hafa hjálpað fjölmörgum til að ná betri tökum á lífi sínu í gegnum tíðina og er ekki einskorðuð við áfengissýki. „Ég fór í gegnum öll 12 sporin á nokkrum mánuðum. Stuttu síðar komst ég svo að því, að ég væri haldin ákveðinni fíkn sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að væri til. Það var enginn sem sagði mér það, heldur trúi ég að ég hafi verið leidd áfram af guði. En sú fíkn nefnist sambandafíkn. Ég bara áttaði mig allt í einu á því ég væri komin í vítahring“, segir ung kona í nafnlausri grein sem hún sendi bb.is. Allir eru velkomnir á fundina og 100% trúnaði er heitið. Áhugasömum er einnig bent á að kynna sér málið á slóðinni viniribata.is. Reynslusaga konunnar sem kynntist sjálfri sér upp á nýtt með aðstoð sporakerfisins fylgir hér í heild: „Ha? Ég á sporafund? Er það ekki svona AA-fundur? En ég drekk lítið sem ekkert, þannig að ég get þá varla talist alkóhólisti. Og ekki get ég heldur talist aðstandandi, þá hef ég ekki mikið þangað að sækja. Svona setningar ómuðu inni í höfðinu á mér þegar mér var boðið að koma á kynningarfund um sporin 12. Ég ákvað þó að slá til og fara, þó ég ætti varla mikið erindi þangað.

Þegar ég mætti á staðinn, sat fólkið saman í hring og einn las upp úr bók. Ég fékk ljósrituð blöð úr bókinni, rétt eins og hin. Ég var varla búin að vera þarna í fimm mínútur þegar texti um svokallað „Algengt hegðunarmynstur“ var lesinn upp. Þar er komið inn á sjálfsmyndina og hvernig fólk hættir til að bregðast við í hinum ýmsu aðstæðum, þá oftar en ekki á neikvæðan hátt. Ég fann að ég varð bæði mjög hissa og skelfingu lostin í senn! Þetta passaði nefnilega svo vel við mig, að það var engu líkara en verið væri að fjalla um mig þarna í bókinni. Á þessum tímapunkti snarbreyttist afstaða mín. Þetta var þá líka fyrir fólk eins og mig, fólk með lélega og brotna sjálfsmynd.

Ég fór í gegnum öll 12 sporin á nokkrum mánuðum. Stuttu síðar komst ég svo að því, að ég væri haldin ákveðinni fíkn sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að væri til. Það var enginn sem sagði mér það, heldur trúi ég að ég hafi verið leidd áfram af guði. En sú fíkn nefnist sambandafíkn. Ég bara áttaði mig allt í einu á því ég væri komin í vítahring. Mér fannst ég „þurfa“ að vera í sambandi til að líða vel, svo lífið hefði tilgang. Það er samt svo eðlilegt að vera í sambandi eða þrá slíkt. En þegar fólk er farið að skilgreina sjálft sig út frá sambandinu, eða ætlast til að sambandið veiti því alla þá hamingju sem völ er á, er það komið út á mjög hálan ís.

Í fyrsta sporinu viðurkennum við mátt okkar gagnvart fíkninni og finnum að okkur er orðið um megn að stjórna eigin lífi. Við sem sagt gefumst upp. Í því næsta förum við að trúa að það sé til æðri máttur sem geti hjálpað okkur og gert okkur andlega heil að nýju. Í þriðja sporinu tökum við ákvörðun um að afhenda Guði/æðri mætti líf okkar. Svo höldum við áfram þar til öll sporin eru búin, en allt þetta ferli tekur einhverja mánuði. Það krefst bæði tíma og þolinmæði að vinna þá vinnu sem 12 sporin útheimta. Þó ég sé búin með sporin er ég enn að vinna í sjálfri mér.

Lífið er ekkert alltaf létt, en það má líta á 12 sem nokkurs konar verkfæri. Ef ég lendi í kringumstæðum sem ég áður fyrr túlkaði sem vonlausar, finnst mér nú mun auðveldara að sjá hlutina í jákvæðara samhengi. Þetta fékk mig til þess að kynnast sjálfri mér á nýjan og betri hátt og ég er að læra að meta sjálfa mig betur og eins aðra í kringum mig. Ég fékk líka að kynnast því að það er til Guð og hann er kærlíksríkur og vill hjálpa manni. Ég trúði alveg á Guð áður, en ég var búin að mynda mér þá skoðun að hann hlyti að vilja stöðugt refsa mér fyrir allt það slæma sen ég hafði gert af mér í lífinu. Þvílík frelsistilfinning að finna að ég hafði algjörlega á röngu að standa þar.

Það eru líka til fleiri gerðir af fíknum. Eins og til dæmis spilafíkn, matarfíkn, kynlífsfíkn, útlitsdýrkun og miklu fleira. Sporin eru einnig gagnleg þeim sem gengið hafa í gegnum áföll og sorg af ýmsu tagi, eða þá sem hafa átt erfitt uppdráttar í lífinu á einhvern hátt.

Ég hvet ykkur, kæru vinir, til að skoða hug ykkar hvort 12 sporin séu eitthvað fyrir ykkur. Og enn fremur hvet ég ykkur til að koma á kynningar fund til að kanna það með ykkar eigin augum og eyrum. Ég get lofað ykkur að þið sjáið aldrei eftir því.“

thelma@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli