Frétt

| 21.01.2000 | 10:14Dæmt til að greiða
4,6 milljónir í bætur

Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal.
Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal.
Hæstiréttur dæmdi í gær Hraðfrystihúsið hf. Hnífdal til þess að greiða Gylfa Sigurðssyni, rennismið á Ísafirði, 4,6 milljónir króna auk vaxta vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir um borð í Bessa ÍS 31. maí 1996. Skipið var þá við bryggju í Súðavík vegna viðgerða en Gylfi var starfsmaður Vélsmiðjunnar Þryms á Ísafirði. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Gylfa 9,2 milljónir í bætur en Hraðfrystihúsið áfrýjaði þeim dómi. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Gylfi skyldi bera tjón sitt að hálfu þar eð hann hefði með fullri aðgæslu getað forðast slysið. Við slysið hlaut Gylfi varanlega örorku sem metin er 35%.
Málavextir voru þeir, að Gylfi hafði sem starfsmaður Vélsmiðjunnar Þryms unnið um níu vikna skeið að ýmsum viðgerðum á skipi Hraðfrystihússins hf., Bessa ÍS 410. Þegar því verki var lokið var farið með skipið í reynslusiglingu og kom þá fram bilun í togvindu. Var Gylfa falið að gera við bilunina ásamt tveimur iðnnemum. Þegar viðgerðinni var að mestu lokið varð Gylfi fyrir því, að detta um togvír sem lá slakur frá togvindunni sem gert var við og aftur í gálga.

Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi, að óforsvaranlegt og ástæðulaust hefði verið af hendi starfsmanna Hraðfrystihússins hf. að skilja við togvírinn slakan í um 50 cm hæð frá þilfari, fáum skrefum frá þeim stað, þar sem komið var út um dyr frá stiga stjórnborðsmegin á skipinu. Hefði af þessum viðskilnaði stafað sérstök hætta fyrir Gylfa og samstarfsmenn hans. Yrði af þessum sökum að fella bótaábyrgð á fyrirtækið. Í ljósi atvika þótti hins vegar með ólíkindum, að Gylfi og samstarfsmenn hans hefðu ekki veitt togvírnum athygli meðan á verki þeirra stóð.

Þegar Gylfi datt um vírinn bar hann fyrir sig vinstri hönd og lenti síðan á vinstri öxl. Hann taldi meiðslin ekki alvarleg og lauk vinnu þann dag. Daginn eftir kom hann til vinnu og lauk ákveðnu verki en fór síðan heim vegna eymsla í baki. Tveimur dögum síðar leitað hann læknis vegna verkja og fékk lyf miðað við að um væga tognun í baki væri að ræða. Lyfin linuðu ekki verkina og um viku síðar fékk Gylfi sterkari lyf sem linuðu bakverkinn en þá kom fram verkur í fæti. Eftir meðhöndlun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann greindist með mikið brjósklos og var gerð aðgerð á baki hans og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu daginn eftir.

Bati lét hins vegar á sér standa og var Gylfi til meðferðar á Reykjalundi í sex vikur í byrjun árs 1997 og eftir það í sjúkraþjálfun á Ísafirði fram á mitt sumar. Í september 1997 versnaði honum skyndilega og dvaldi hann þá nokkra daga á sjúkrahúsi. Niðurstaða örorkumats í mars 1998 er sú, að Gylfi hafi hlotið varanlega örorku að hluta.

Dóm Hæstaréttar kváðu upp Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.

bb.is | 26.09.16 | 14:56 Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með frétt Í dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli