Frétt

mbl.is | 06.10.2006 | 15:20Stefndi í óefni þegar gengi krónunnar stóð sem hæst

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gerði gengismál og umhverfismerkingar sjávarafurða m.a. að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var í Skíðaskálanum í Hveradölum í dag. Einar ræddi um þróun gengis krónunnar undanfarið ár og hve nauðsynleg lækkun þess var sjávarútveginum og öðrum útflutningsgreinum. Í verulegt óefni hafi stefnt fyrir ári síðan þegar gengi krónunnar stóð sem hæst. Sem betur fer hafi menn ekki látið deigan síga og lækkunin orðið fyrr en margur hugði.

„Ég hef heyrt því haldið fram að frá efnahagslegu sjónarmiði hefði verið betra að gengið hefði gefið eftir síðar á árinu. Þessu er ég ósammála. Gengislækkunin hafði fyrir löngu boðað komu sína, með ýmsum hætti. Óstundvísi hennar var hins vegar farin að reyna nógsamlega á þolinmæði okkar og þegar hún loks lét á sér kræla varð hún mikill aufúsugestur útflutningsgreinanna. Við hefðum séð á eftir þýðingarmiklum burðarásum í byggðunum og mikilvægum fyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi.“

Þróunin undanfarnar vikur og daga sé greininni þó óhagstæð, en valdi ekki enn teljandi búsifjum. Gengisvísitala sem sé innan við 120 endurspegli of sterka krónu.

Um umhverfismerkingar sjávarafurða sagðist Einar verða mjög var við aukinn áhuga erlendra kaupenda og seljenda íslenskra sjávarafurða á að geta sýnt fram á það með trúverðugum hætti að íslenskur fiskur sé veiddur úr sjálfbærum stofnum og uppruna hans getið með skýrum hætti.

„Ég tel að við séum nú við þær aðstæður að okkur beri að leggja okkur fram um að komast að niðurstöðu. Tími umræðunnar er brátt á enda. Við eigum að sjálfsögðu að móta okkar eigin stefnu í þessum efnum og á okkar eigin forsendum. Við eigum ekki að lúta yfirþjóðlegu eða fjölþjóðlegu valdi heldur fremur tryggja að þessi markaðssetning sé gerð á okkar forsendum og með okkar eigin hagsmuni að leiðarljósi“.

Ennfremur beindi sjávarútvegsráðherra þeim tilmælum til fundarmanna að hraða vinnu við þetta mál.

Þá fjallaði ráðherra um starfsemi og vöxt AVS-sjóðsins frá því honum var komið á laggirnar, nám í Fjöltækniskóla Íslands fyrir millistjórnenda í fiskvinnslu og Matís ohf. nýstofnað fyrirtæki í eigu ríkisins þar sem sameinaðar eru þær einingar sem starfa á sviði matvælarannsókna á Íslandi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli