Frétt

Sælkeri vikunnar – Soffía M. Gústafsdóttir | 05.10.2006 | 14:59Grilluð gæsabringa og heimareyktur sjóbirtingur

Sælkeri vikunnar býður upp á tvo dýrindis rétti. Fyrst er grilluð gæsabringa með bláberjum og geitaosti. Soffía mælir með að nota vestfirsk aðalbláber í uppskriftina. Seinni uppskriftin er að heimareyktum sjóbirtingi með nýjum kartöflum og lárperu. Mælir hún með að rétturinn sé borinn fram með vestfirskri rúgköku og smjöri, en það fæst í Albínu á Patreksfirði.

Grilluð gæsabringa með bláberjum og geitaosti

Gæsabringa
Beikon
Maldon salt / pipar
Vestfirsk aðalbláber
Mable syrup
Rauðvíns vinegar
Geitaostur (má nota camenbert)
Rucola salat
Sætar kartöflur
Smjörklípa
Sýrður rjómi
Ristaðar furuhnetur

Kryddið gæsabringuna með salti og pipar og vafinn í beikon. Grillið þar til ca „medium rare“ og bætið þá þurrkuðu bláberjalyngi ofan á kolin og /eða hickory-viðarspæni (fæst í mörgum veiðibúðum) -og grillið gæsina í 5-8 mín til viðbótar. Grillið kartöflurnar þar til mjúkar og bætið sýrðum rjóma við, slettið síðan af mable syrup yfir. Hitið í potti sýróp og vinegar, hrærið aðeins og bætið síðan bláberjum í. Látið malla aðeins. Komið gæsinni fallega fyrir á rucola salati og ca msk af geitaosti ofan á. Hellið bláberjasoðinu yfir ostinn og gæsina, síðan ristaðar furuhnetur. Borið fram með sætri kartöflu.

Heimareyktur sjóbirtingur með nýjum kartöflum og lárperu

2 flök af sjóbirting
Sjávarsalt
Pipar
250 g af nýjum kartöflum (í smærri kantinum)
1 lítill (baby) fennel skorinn í þunnar sneiðar
Hveiti
Olívu olía
300 fiskisoð
100 ml majónes
Sitrónusafi úr hálfri sítrónu
100ml þeyttur rjómi
2 þroskaðar lárperur (avocado) skorinn í sneiðar
Kaviar (má sleppa)
Fersk mynta (má sleppa)

Setjið fiskinn í glerskál og stráið sjávarsalti yfir flökin.
Lokið og látið standa í 10 mín. Hreinsið saltið og skolið flökin með köldu vatni og þurrkið síðan lauslega með eldhúsþurrku. Setjið fiskinn (roðið niður) í reykbox (fæst í veiðibúðum) með hickory viðarspæni og reykið í 2-3 mín. (Einnig má nota kolagrill). Kælið. Eldið kartöflurnar með hýði í söltuðu vatni þar til mjúkar
Kælið og skerið í báta, eða til helminga ef smáar. Veltið fennelinu úr hveiti og hristið lauslega áður en að það er steikt á pönnu í olívuolíu þar til stökkt. Setjið síðan á eldhúsþurrku og látið kólna. Fiskisoð soðið upp (má nota fiskitening) og lækkið þá hitann. Kælið. Kældu fiskisoði blandað við majónes og sitrónusafa, salti og pipar ásamt smá slettu af þeyttum rjóma. Hrærið allt saman. Takið roðið af fiskinum og skerið í smá bita. Raðið kartöflum á disk, fiskinum komið fyrir ofan á og síðan lárperu og koll af kolli. Fennelið sett efst og sósan sett yfir. Skreytt með kavíar og myntu.


Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli