Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 05.10.2006 | 11:53Byggðamálaráðherra og kóngur í borgríkinu?

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins ætlar nú að sækja um vinnu sem alþingismaður í Reykjavík. Þjóðhyggjumaðurinn Jón Sigurðsson getur þá setið þar og hlúð áfram að borgríkinu sem flokkur hans og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið að byggja upp á valdatíma sínum. Formaður Framsóknar slær þessa dagana gjarnan um sig með frösum um að flokkurinn og ríkisstjórnin ætli að byggja upp gróandi þjóðlíf í öllum byggðum landsins. Alvarlegar spurningar um einlægni í þeim orðum hljóta að vakna rýnt er í greinina „Byggðarmetnaður og þjóðarmetnaður“ sem birtist í Borgfirðingabók 2004 – Ársriti Sögufélags Borgarfjarðar. Höfundur hennar er Jón Sigurðsson. Þá var hann seðlabankastjóri, og hafði um langt skeið verið einn af helstu hugmyndafræðingum Framsóknar. Í þessari grein lýsir Jón framtíðarsýn sinni á þróun byggðamála á Íslandi. Í dag er hann byggðamálaráðherra.

Borgríkið og landsbyggðin

Strax í upphafi greinar sinnar kveður Jón upp afdráttarlausan dóm yfir byggðum landsins: „Íslenska sveita- og þorpasamfélagið er úr sögunni. Í stað þess er hér risið nokkurs konar borgríki, samfélag sem ber mjög ólík einkenni og lýtur allt öðrum lögmálum. Íslendingar standa nú í róttækri samfélagsbreytingu sem sést á breytinum í byggðamálum, í búferlaþróun frá landsbyggðinni til Suðvesturlands. Samfélagið hefur breyst – frá því að vera keðja sjálfstæðra héraða, það er félags-, atvinnu- og þjónustusvæða umhverfis landið, - og yfir í að verða borgríki með miðju á Suðvesturlandi og útstöðvar annars staðar“.

Skömmu síðar í greininni má lesa þetta: „Eftir um það bil áratug (Innsk. mitt: það er um miðjan næsta áratug) bendir margt til að ástandið verði sem nú skal greina: Íslenska borgríkið verður samfellt atvinnu- og þjónustusvæði frá Hvolsvelli um Suðvesturland og höfuðborgarsvæðið að Borgarnesi. Nú þegar búa um 74% þjóðarinnar á þessu svæði og það er ekki fráleitt að um 85% þjóðarinnar muni búa á þessu sama svæði eftir áratug eða svo“.

Frumgreinarnar og atvinnurétturinn

Hér fær landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn sinn spádóm: „Bændabýlum mun enn mjög fækka frá því sem nú er og víða kemur slit í byggðirnar. Allmörg fyrri býli verða orðin að tómstundabústöðum og á öðrum verða heimili en atvinna sótt í aðrar greinar en landbúnað. Afurðastöðvar landbúnaðarins verða taldar á fingrum. Mjög mun enn fækka störfum í fiskvinnslu og við fiskveiðar“.

Hér fáum við skilgreiningu á hugtakinu byggðaeining: „Tæplega verður litið á byggð sem einingu ef þar búa færri en 8 - 12 þúsund manns, nema sérstakir landshættir valdi. Slíkt gæti átt við t.d. á Vestfjörðum. Allt bendir til þess að sveitarfélögum haldi enn áfram að fækka“.

Hér sýnist mér blessað yfir það að hægt sér að braska takmarkalaust með atvinnurétt fólksins á landsbyggðinni: „Á undanförnum árum hefur borið mjög á því víða í landinu að fólk á erfitt með að skilja þá framvindu að fjármagnið er „losað frá“ atvinnutækjunum. Síðan er verið að kaupa og selja verðbréf atvinnuveganna og verðbréfin öðlast „eigin“ tilveru að því er virðist“.

Framleiðslugreinar landbúnaðarins fá líka sinn skammt af spádómum. Hvað skyldi fólk í héruðum sem nú eiga í vök að verjast og byggja afkomu sína að stórum hluta á áframvinnslu landbúnaðarafurða segja? Við getum nefnt Dalina, Norðvesturland, Skagafjörð, Norðausturland og Suðurland: „Hingað til hafa Borgnesingar, Borgfirðingar og Mýramenn einkum starfað að hefðbundinni matvæla- framleiðslu. Sú atvinnugrein mun áfram undirgangast harkalega hagræðingu og fækkun rekstrareininga og starfsmanna á næstu árum. Það eru engin sóknarfæri í atvinnu á þessu sviði.“

Nýsköpun og jarðnæði

Enn spáir byggðamálaráðherrann að það sígi á ógæfuhliðina í frumframleiðslugreinum landsbyggðarinnar nema á Eyjafjarðarsvæðinu: „Fyrir utan Akureyrarsvæðið má gera ráð fyrir að utan borgríkisins verði fámennur landbúnaður, og útgerð og fiskvinnsla með fækkandi mannskap líka. Hins vegar má reikna með fjölgun starfa við ferðaþjónustu, útivistarþjónustu og þjónustu við margvíslegan veiðiskap. Ýmsir telja að Ísland hafi möguleika í loðdýrarækt og fiskeldi og er þá hugað að þeim greinum á heimsvísu. En þá er þess að gæta að verulegur árangur í þessum greinum getur fyrst orðið eftir að lokið er tilraunum sem gætu tekið áratugi enn sé miðað við erlenda reynslu“.

Hér er því gefið undir fótinn að auðmenn kaupi upp jarðnæði á landsbyggðinni, og vafalaust að þeir geti hneppt bændur og búalið í leiguliðahlekki: „Það er nú þegar brýnt hagsmunamál byggðanna á jaðri borgríkisins, þar með talið á Miðvesturlandi, að beita sér fyrir þeim breytingum á samfélagsreglum sem stuðla að tvöfaldri búsetu. Þetta lýtur bæði að því að laða nýtt tekjuhátt eignafólk til búsetu á svæðinu og að hinu að koma í veg fyrir að heimafólk neyðist til að flytjast brott þótt það leiti sér starfa annars staðar eða einhverjir í fjölskyldunni þurfi að leita á önnur mið“.

Niðurlag

Þegar litið er yfir þessa grein þar sem einn af nánustu ráðgjöfum Halldórs Ásgrímssonar þáverandi formanns Framsóknar, tjáir sig um sýn sína um möguleika landsbyggðarinnar til framtíðar, er ekki laust við að manni verði hverft við.

Í þessari grein kastar framsóknarúlfurinn af sér sauðagærunni. Flokkurinn hefur í raun ekki haft neinn áhuga á því að viðhalda og byggja upp samfélögin á landsbyggðinni, nema þá kannski á Eyjafjarðarsvæðinu og á Miðausturlandi. Heldur skal reisa borgríki á Suðvesturhorninu. Enda er það svo fjölmargar byggðir allt umhverfis land hafa hægt og bítandi verið skornar niður og lífsmátturinn dreginn úr þeim. Þetta hefur verið hin raunverulega stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Er það virkilega svo að við hin viljum stofna hér borgríki, og leggja landsbyggðina í auðn? Frjálslyndi flokkurinn mun aldrei gangast undir slíka stefnu.

Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður og varaformaður Frjálslynda flokksins.

(Heimild: Jón Sigurðsson, 2004. „Byggðametnaður og þjóðarmetnaður“. Grein í Borgfirðingabók 2004. Sögufélag Borgarfjarðar 2004).


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli