Frétt

mbl.is | 02.10.2006 | 16:11Forseti Íslands varar við djúpstæðum klofningi á ný

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis. Sagði Ólafur Ragnar að lærdómarnir séu býsna margir sem læra megi af sögunni en mikilvægastur kannski sá að forðast ber í lengstu lög að Íslendingar verði á ný fórnarlömb svo djúpstæðis klofnings eins og ríkti á tímum kalda stríðsins. „Því er áríðandi að allir sem ábyrgð bera, bæði á Alþingi og í landstjórninni, bæði nú og um alla framtíð, kappkosti af fremsta megni að ná sem mestri sátt um málefnin sem verða munu á verkaskrá íslenskrar þjóðar.

Kalda stríðið, deilurnar um hersetuna, veru varnarliðsins, fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir dró á margan hátt úr getu okkar til að sækja fram; hjaðningavíg á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar.

Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Árangur Íslendinga að undanförnu, útrásin á okkar tímum, blómlegt atvinnulíf og vísindaiðkan, gróskan í menningu og skapandi listum – allt hefur það öðlast aukinn þrótt því þjóðin hefur losnað úr viðjum þessa gamla klofnings.

Það er sannarlega gleðiefni að svo friðsælt sé í okkar heimshluta að mesta herveldi sem veröldin hefur kynnst skuli komast að þeirri niðurstöðu að engum tilgangi þjóni að hafa hér sveitir, að engin þörf sé á vörnum sem áður voru taldar brýnar.

Það er gæfa okkar Íslendinga að eiga nú farsælt samstarf við allar þjóðir á norðurslóðum, að allir vilji vera vinir okkar, að engin hernaðarógn sé í augsýn.

Nú hefur skapast einstakt tækifæri fyrir þing og þjóð að halda til móts við nýja tíma með samstöðuna að leiðarljósi. Áfram verður ágreiningur um ýmis mál, en deilurnar um veru hersins ættu að verða víti til varnaðar um alla framtíð; ávallt verði leiðarljós að samfélag Íslendinga lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings.

Við þurfum öll að standa saman, einkum nú þegar veröldin breytist ört og tækifærin bíða í öllum áttum. Á þessum tímamótum ber ég fram þá einlægu ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð okkar við aðrar þjóðir.

Nú þurfum við að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslendinga.

Alþingi hefur hér einstakt hlutverk. Aldrei fyrr frá lýðveldisstofnun hefur aðstaða skapast til að ná svo víðtækri sátt í þessum efnum. Lítil þjóð þarf á því að halda að einhugur ríki um stöðu hennar í veröldinni, að samstaða sé um samskiptin við önnur lönd. Þá getur hún beitt sér af öllu afli til að skapa íbúum hagsæld og velferð; þá getur hún virkjað kraftana til framfara á öllum sviðum; þá getur hún tryggt sér öruggt sæti í fremstu röð og orðið öðrum þjóðum fyrirmynd.

Þó að tímarnir kalli áfram á úrlausn flókinna viðfangsefna þurfum við að forðast í lengstu lög að ágreiningurinn fari úr böndum og leiði til álíka klofnings og í áratugi dró úr þjóðinni kraft. Við þurfum öll að vanda okkur og nýta lýðræðið til að efla og styrkja samstöðuna.

Við sjáum ýmis merki þess að afstaðan til náttúrunnar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þúsundir mótmæla á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagna nýjum áföngum í byggðaþróun," segir Ólafur Ragnar Grímsson.

Forseti Íslands sagði í ræðu sinni að náttúra Íslands er okkur öllum kær, samofin sjálfstæðisvitund Íslendinga, uppspretta þjóðarauðs og framfara á flestum sviðum.

„Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Þjóðarsátt í erfiðum málum er verðmæt auðlind og með samstöðuna að leiðarljósi eru okkur allir vegir færir. Í anda þeirrar sýnar bið ég alþingismenn að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli