Frétt

mbl.is | 07.02.2002 | 10:30Steig til jarðar sem drottning alls Bretaveldis

Sú saga er gjarnan sögð um Elísabetu Englandsdrottningu að hún hafi klifrað upp í tré í Kenýa og stigið aftur til jarðar sem drottning alls Bretaveldis. Þjóðsaga þessi á sér rætur í þeirri staðreynd að hin unga krónprinsessa var stödd í fjallgöngu í Kenýa þegar fréttir bárust af því að faðir hennar, Georg VI., væri fallinn frá. Er sagt að Elísabet og fylgdarmenn hennar hafi neyðst til að klifra upp í nálæg tré þegar þeim varð ljóst að innan seilingar var heil hjörð trylltra fíla.
Sama dag bárust fregnirnar um andlát Georgs, sem fyrr segir. Er Elísabet sögð hafa grátið þegar henni voru færðar fréttirnar en síðan tók hún á sig rögg og ákvað að snúa þegar heim á leið til að vera með sínum nánustu.

Þetta gerðist 6. febrúar 1952 og í gær voru því nákvæmlega fimmtíu ár liðin síðan Elísabet krónprinsessa varð Elísabet II. Englandsdrottning. Krýning hennar fór þó ekki fram fyrr en 2. júní 1953.

Elísabet er núna 75 ára gömul amma sex barna. Hún sinnir störfum sínum sem fyrr, hittir erlenda sendimenn og eigin þegna og ferðast um heiminn í því skyni að halda uppi merki Bretaveldis. En margt hefur breyst á þeim fimmtíu árum sem hún hefur setið á valdastóli.

Elísabet var ung kona, aðeins 25 ára gömul, þegar hún neyddist til að takast á við nýtt og krefjandi hlutverk. Winston Churchill var forsætisráðherra í Bretlandi, Harry S. Truman, forseti Bandaríkjanna, og Jósep Stalín var enn við völd í Sovétríkjunum. Dagar hins breska stórveldis voru taldir og aðrir höfðu tekið forystuna í heimsmálunum, um það efaðist enginn.
Aðstæður heima fyrir voru erfiðar. Matarskömmtun var við lýði, svo dæmi sé tekið, og á einu af hverjum þremur heimilum var ekki að finna baðaðstöðu. Einungis örfáir bjuggu svo vel að eiga sjónvarpstæki. Þá var öldin önnur.

Bretar hafa ávallt haldið nafni Elísabetar I. Englandsdrottningar hátt á loft en tími hennar á bresku krúnunni, sem varði um fjörutíu ár og allt til 1603, var tími glæstra sigra konungdæmisins breska. Bretland varð stórveldi á hafinu og listalíf var með miklum blóma. Vonuðu margir að Elísabet önnur myndi ríkja yfir annarri eins landvinningatíð.

Og sannarlega hafa orðið breytingar í tíð Elísabetar. Það Bretland sem hún erfði frá föður sínum er ekki það sama og hún drottnar yfir í dag. Tími hinna fyrirferðarmiklu verksmiðja er liðinn og í staðinn starfa flestir við þjónustu ýmiss konar, verslun og viðskipti. Áhrifin frá meginlandi Evrópu eru augljós því þó að Bretar séu tregir í taumi hafa þeir verið meðlimir Evrópusambandsins frá 1973, með öllu sem því fylgir. Fram á sjónarsviðið hafa einnig komið einstaklingar, sem óumdeilanlega settu svip á söguna, s.s. Bítlarnir og Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra.

Allt hefur þetta gerst í tíð Elísabetar þó að sjálfsagt sé erfitt að halda því fram að helst beri að þakka henni þá sigra sem unnist hafa. Raunar gerast þær raddir æ háværari að konungsfjölskyldan breska sé hálfgerð tímaskekkja.

Elísabet hefur sjálf kosið að minnast ekki sérstaklega þeirra tímamóta, þegar hún varð drottning. Hefur henni ekki þótt það við hæfi þar sem minning föður hennar er henni kær. Í staðinn er ráðgert að í vor verði efnt til viðamikilla hátíðahalda víðs vegar um Bretland.
Vandinn er hins vegar sá að breskur almenningur virðist lítt uppveðraður yfir þessum tímamótum, gjörólíkt því sem var fyrir aldarfjórðungi síðan þegar haldið var upp á 25 ára veru Elísabetar á bresku krúnunni. Virðist sem ekki ríki lengur sá einhugur um konungsfjölskylduna bresku meðal almennings og var þegar Elísabet settist á valdastól.

Ef til vill þarf engan að undra þessi tíðindi. Tímarnir breytast og mennirnir með og fylgispekt við fornar hefðir minnkar með hverju árinu. Virðist mörgum sem drottningin sé æ meira utanveltu og óþörf, forngripur frá liðinni tíð.

Hefur auðvitað ekki hjálpað til að meðlimir konungsfjölskyldunnar hafa á síðustu árum gert ýmislegt til að gefa óprúttnum dagblöðum tilefni til að fjalla um þeirra málefni þannig að ekki er til sóma.

Hitt benda stuðningsmenn konungdæmisins á að sjálf hafi drottningin ávallt haldið virðingu sinni og að hún sé orðin eldri en tvævetur, hafi staðið af sér meiri ágjöf en þá sem nú um stundir leikur um hirð hennar. Ennfremur sé jafnvíst að þegar sól tekur að hækka á lofti muni breskur almenningur fara í sitt besta púss og fagna drottningu sinni sem aldrei fyrr. Þegar á reyni muni drottningin reynast það sameiningartákn sem henni er uppálagt að vera.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli