Frétt

mbl.is | 25.09.2006 | 08:32Ellefu rauð spjöld á loft í tíu leikjum á Spáni um helgina

Það var heldur betur heitt blóðið í leikmönnum á Spáni um helgina því alls fengu ellefu leikmenn að líta rauða spjaldið í leikjunum tíu sem háðir voru. Verst var ástandið í markalausu jafntefli Getafe og Athletic Bilbao en þar fengu þrír leikmenn að fjúka út af, en það var aðeins í þremur leikjum sem allir 22 leikmennirnir fengu að ljúka leik. Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Valencia á heimavelli. Markahrókurinn David Villa kom gestunum yfir á 17. mínútu en miðjumaðurinn Andres Iniesta jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks. Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekki að spreyta sig að þessu sinni, hann sat á varamannabekk Barcelona allan leikinn. Athygli vakti hins vegar að argentínski framherjinn Javier Saviola kom inn á í lið Barcelona í síðari hálfleik en hann hefur ekki verið inn í myndinni hjá Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og verið lánaður til annarra liða undanfarin tvö tímabil.

Þrátt fyrir að enginn hafi fengið að líta rauða spjaldið í leiknum var samt sem áður hiti í leikmönnum og þurfti Rijkaard að draga Kamerúnbúann Samuel Eto'o af leikvelli í leikslok en hann var brjálaður út í dómara leiksins því hann taldi sig hafa í tvígang verið felldur inn í vítateig Valencia en ekkert var dæmt.

Góður útisigur Real Madrid
Real Madrid vann góðan útisigur á Real Betis, 1:0, með marki frá miðjumanninum Mahamadou Diarra á 7. mínútu. Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro segir að liðið sé fullt sjálfstrausts og er sannfærður um að Real Madrid muni hirða spænsku meistaratignina úr höndum Barcelona í vor. "Við áttum ekki góðan leik en sigruðum þrátt fyrir það. Sigurinn gerir okkur rólegri og hjálpar okkur við að undirbúa okkur undir næsta leik. Liðið hefur verið gagnrýnt mikið að undanförnu en við erum rólegir því við vitum að við erum með gott og kraftmikið lið. Þetta er bara spurning um tíma," sagði Cannavaro.

Maxi Rodriguez hetja Atletico
Atletico Madrid heldur áfram að standa sig vel á leiktíðinni en liðið lagði Sevilla á heimavelli með tveimur mörkum gegn einu. Heppnin var þó með liðinu í þetta skiptið en Dirnei Renato kom Sevilla yfir á 40. mínútu. Gestirnir misstu tvo leikmenn af leikvelli með rauða spjaldið og leikmenn Atletico gengu á lagið og skoruðu tvö mörk á síðustu fimm mínútunum og var argentínski miðjumaðurinn Maxi Rodriguez að verki í bæði skiptin.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli