Frétt

mbl.is | 18.09.2006 | 09:31Yfir 60 heimilislausar konur komið í Konukot

Rúmlega 60 heimilislausar konur hafa leitað skjóls í næturathvarfinu Konukoti um lengri eða skemmri tíma frá því það var opnað fyrir um tveimur árum. Um tíu konur hafa að meðaltali gist þar í hverjum mánuði undanfarið eitt og hálft ár. Sumar þeirra hafa gist þar á nær hverri nóttu en aðrar gista aðeins fáar nætur og síðan ekki söguna meir enda eru heimilislausar konur hvorki einsleitur hópur né föst stærð. Konur sem eru tímabundið heimilislausar hafa leitað til Konukots sem og aðrar sem hafa verið á götunni um lengri tíma.

„Konukot var svo mikil breyting að þú trúir því ekki," segir kona sem verið hefur í Konukoti með annan fótinn frá opnun þess. "Það er óskaplega gott að koma hérna og ég er mjög þakklát fyrir þetta.“

Konan var meðal fyrstu kvennanna sem gistu í Konukoti en hún heyrði fyrst af athvarfinu niðri í bæ. "Við vorum alveg grátandi af gleði yfir að það væri loksins komið eitthvert athvarf. Karlarnir gengu alltaf fyrir niðri í Þingholtsstræti [þar sem borgin rekur athvarf fyrir heimilislausa], við máttum bara vera á einhverjum bekkjum og í görðum eða hvar sem var," segir hún.

„Hugmyndafræðin að baki starfsemi Konukots er einföld; að skapa griðastað fyrir heimilislausar konur á nóttunni og koma þar með í veg fyrir að þær þurfi að sofa úti,“ segir Katla Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands sem rekur Konukot. „Við trúum því að með því að skapa andrúmsloft þar sem konunum er sýnd virðing og þær upplifa sig sem jafninga annarra, þá sé frekar von til þess að þær leiti sér hjálpar við sínum flóknu vandamálum.“

Rekstur Konukots er tilraunaverkefni til tveggja ára. Framtíðin er óljós, en viðræður eru í gangi milli Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurdeildarinnar. Katla segir reynsluna sýna svo ekki verði um villst, að þörf sé fyrir athvarf fyrir heimilislausar konur. Hún segir þær þurfa annars konar úrræði og umhverfi en karlar í sömu aðstæðum. „Ég tel að það hljóti að vera mikið atriði að í Konukoti séu það konur sem eru að hugsa um konur. Þær koma hingað í sínu versta ástandi og þurfa oft aðstoð við að hátta sig og baða. Það á enginn karl að vera nálægur í slíkum tilvikum,“ segir Katla.

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli