Frétt

Karl V. Matthíasson | 12.09.2006 | 13:26Tveir milljarðar í forvarnir

Karl V. Matthíasson.
Karl V. Matthíasson.
Hvað getum við gert þegar við heyrum að ellefu ára gamalt barn er tekið með fíkniefni í fórum sínum og upplýsir að það geti orðið sér úti um meira? Við skulum vona að þetta barn komist vel frá þessu og eignist gott líf. Þegar við heyrum slíkar fréttir hljótum við að líta aðeins upp og velta því fyrir okkur hvað hægt sé að gera til koma í veg fyrir það að unglingar og jafnvel börn fari í fíkniefnaneyslu.

Þróun síðustu ára hefur verið skelfileg og vörur fíkniefnamarkaðarins hafa aukist og margfaldast. Í fíkniefnaheiminum gilda lögmál markaðarins alveg eins og á mörkuðum annarra söluvara. Þegar framboðið er mikið og lagerar fíkniefnasalann fullir verða þeir að grípa til ráðstafana svo þeir geti losnað við vöru sína, fljótt og örugglega. Það er alltaf áhættusamara að eiga fíkniefni lengi, salinn verður að losna við þau sem fyrst. Og hvað er til bragðs að taka ef nóg er af efnunum í vösum núverandi virkra fíkla og lagerinn fullur af dópi. Já, til hvaða ráða getur fíkniefnasalinn gripið. Það er helst tvennt til. Í fyrsta lagi að sækja þar að sem óvirkir fíklar eru fyrir. Þ.e. að reyna að koma efnunum á þá sem nýlega eru komnir úr meðferð, að fella þá með alls kyns gylliboðum og táli. Því verðum við að veita þann styrk og eftirfylgd sem best og halda utan um það fólk sem er að ljúka meðferð sinni, sérstaklega því sem hefur vegna fíknar sinnar einangrast. Varnir nýliðanna verða að vera góðar og virkisveggur þeirra sterkur þegar þeir koma út í lífið á ný.

Þeir aðilar sem hafa fólk til meðferðar leggja líka aukna áherslu á þennan þátt en til þess að þetta sé hægt þá verðum við að leggja meira fjármagn og mannafla í þessa vinnu. Fíkniefnasalarnir reyna líka að afla sér nýrra viðskiptavina og stækka markaðinn. Hvar eru nýir viðskiptavinir spyrja þeir og svarið er: Hjá börnum og unglingum. Þegar unglingar og jafnvel börn halda partý getur hætta verið á ferðum. Nokkrir þeirra sem hafa verið í neyslu og ég hef talað við hafa sagt mér að þeir byrjuðu neyslu sína með bjórdrykkju í partýum sem síðan þróast í neyslu sterkari efna og sá sem var að fikta og prufa er allt í einu orðin fíkill sem lifir hræðilega erfiðu og óttafullu lífi. Felulífi sem fullt er af lygum og blekkingum.

Við verðum að auka forvarnirnar og útvíka þær. Hvaða fræðslu fá börn og unglingar um eiturverkanir alkahóls og fíkniefna á líkama mannsins? - Hvernig virkar kannabis á heilann? Hvernig virkar kókaín og amfetamín á sálarlífið? Og svona mætti lengi telja. En það eru ekki bara skólarnir - hér gætu íþróttafélögin líka gegnt auknu hlutverki og hvers kyns æskulýðsfélög. Við verðum að verja mun meiri fjárhæðum í fræðsluna. Við skulum ekki gleyma því að einu sinni voru allir fíklar þessa lands lítil börn sem áttu fallegan draum um allt annað líf en þrælahald ölvímu og annarra fíkniefna veitti þeim. Og það verður að hjálpa þeim að komast frá því lífi.

Þeir fjármunir sem notaðir eru til þess að hjálpa fólki sem hefur lent í klóm víns og eiturlyfja er vel varið. Hér má spyrja: Hvar eru þeir sem verst eru farnir af samskiptum sínum við alkóhólið og hin fíkniefni. Eru þeir ekki í fangelsunum? Og hvað er gert þar til að koma mönnum út úr fíkniefnaneyslunni? Hver er meðferðin þar? Verður umræðan sem átti sér stað síðustu vikurnar þögnuð innan skamms og kyrrstaðan tekin við á ný. Verður hlustað á þá sem vinna við fangelsismálin og vilja aukið fjármagn til hjálpar föngunum með meðferð og öðrum úrræðum.

Það er ljóst við höfum ekki verið viðbúin þeirri flóðbylgju fíkniefna sem skollið hefur hér á okkur. Því hljótum við að gefa út þá yfirlýsingu sem við getum staðið við. Setjum tvo milljarða í þennan málaflokk og fylgjum því eftir með staðfestu. Það mun skila sér margfalt til baka. Ekkert er verðmætara en lífið sjálft.

Sr. Karl V. Matthíasson.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli