Frétt

Stakkur 4. tbl. 2002 | 24.01.2002 | 14:37Val á framboðslista

Svo virðist sem prófkjöri verði ekki beitt við val á framboðslista í stærsta sveitarfélaginu á Vestfjörðum að þessu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn í Ísafjarðarbæ fékk ekki nægilega marga sjálfboðaliða til að taka þátt í prófkjöri. Það er slæmt að áhuginn til þess að starfa fyrir fyrir sveitarfélagið í bæjarstjórn skuli ekki vera meiri í raun en áhugi á prófkjörinu ber vitni um. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Vestfjörðum, sem reyndar eru ekki til lengur sem kjördæmi. Til hans hafa margir litið um forystu. Þar á bæ hafa liðsmenn löngum þótt í sjálfstæðara lagi miðað við flokkinn á landsvísu. Hinu skal látið ósvarað hvort það sjálfstæði hefur gagnast Vestfirðingum í baráttunni fyrir hag Vestfirðinga.

Telja verður afar ósennilegt að Samfylkingin noti prófkjör til röðunar á framboðslista. Að henni steðjar nú ógn frá vinstri. Er þar um að ræða fyrrum pólitíska samherja margra núverandi liðsmanna Samfylkingarinnar. Vinstri grænir hafa undir forystu Steingríms J. Sigfússonar sótt mjög inn í raðir kjósenda Samfylkingarinnar ef marka má niðurstöðu skoðanakannana að undanförnu. Spennan á næstu vikum og mánuðum mun felast í því hvernig hið pólitíska landslag á vinstri vængnum mótast í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sá möguleiki er fræðilega fyrir hendi að Vinstri grænir og Samfylking nái saman um sameiginlegan lista í Ísafjarðarbæ.

Í ljósi pólitísks titrings á vinstri vængnum, þar sem fólk er ýmist saman eða sundur eftir því hvernig pólitísku kaupin gerast á eyrinni, má lesa í frétt Fréttablaðsins um fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins, kjörnefnd hans, formann og ummæli Bryndísar Friðgeirsdóttur þar að lútandi. Hverjum sem eigna má athugasemd um meðgöngu núverandi forystumanns Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ og hvenær hún verður léttari, þá var hún út í hött. Frétt Fréttablaðsins um þann þátt var einkar ósmekkleg, enda hefur Bryndís svarið af sér þann þáttinn á BB vefnum. Það væri enda í algerri mótsögn við jafnréttishugsjón nútímans að láta konur gjalda kynferðis síns með þeim hætti sem fram kom í hinni hálfs mánaðar gömlu umfjöllun Fréttablaðsins.

Framsóknarflokkurinn mun stilla upp lista sínum í sátt og samlyndi eins og ævinlega. Enda segir í einni gamansögunni í 101 vestfirskri þjóðsögu, haft eftir Sigurði Sveinssyni á Góustöðum, að sá ágæti flokkur fái alltaf einn bæjarfulltrúa. Sú virðist raunin, hvernig sem vindar blása í pólitísku landslagi í sveitarfélaginu.

Íbúum Vestfjarða fækkar ár frá ári. Sú einfalda staða kallar á snöggtum þéttari pólitíska samstöðu en nokkru sinni fyrr. Á Vestfjörðum eru 12 sveitarfélög, íbúar rúm átta þúsund og meira en helmingur þeirra býr í Ísafjarðarbæ. Sjálfsagt verður langt þar til boðinn verður fram einn listi allra íbúanna. Og kannski er það tákn um vonleysi hve fáir hafa áhuga á því að fórna tíma og orku í þágu samfélagsins, einmitt þegar þörfin er mest.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli