Frétt

bb.is | 22.01.2002 | 15:56Dæmdur til sektargreiðslu fyrir fíkniefnabrot

Liðlega tvítugur Ísfirðingur var í dag dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða til greiðslu 30.000 króna sektar fyrir fíkniefnabrot en sæti ella 5 daga fangelsi. Upptækt er til ríkissjóðs 0,31 gramm af hassi og 1,03 grömm af tóbaksblönduðu hassi, fjórir hnífar, fjórir toppar, álpappír, hálfs líters gosflaska, plastfilma og rakhnífur. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 35.000 krónur.
Þætti hálfþrítugs manns í sama máli var lokið með viðurlagaákvörðun í síðasta mánuði. Samþykkti hann þá fyrir sitt leyti upptökukröfu tilgreindra hluta, að undantekinni laxakylfu, en ákæruvaldið féll frá kröfu um að hún yrði gerð upptæk.

Mál þetta höfðaði sýslumaðurinn á Ísafirði með ákæru gegn mönnunum tveimur, báðum fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 10. maí 2000 inni í íbúð við Túngötu á Ísafirði, sem þá var leiguíbúð eldri mannsins, neytt kannabisefna ásamt tveimur stúlkum fæddum 1984, sem sá er nú var dæmdur var talinn hafa selt þeim. Jafnframt var eldri maðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa að kvöldi 11. maí 2000 haft í vörslum í fyrrgreindri íbúð sinni 0,31 grömm af hassi og 1,03 grömm af tóbaksblönduðu hassi auk áhalda til fíkniefnaneyslu. Lögreglumenn fundu og lögðu hald á fíkniefnin og neysluáhöldin við húsleit í íbúðinni.

Við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá þeim þætti í verknaðarlýsingu í ákærunni að ákærði hefði selt hassið. Jafnframt var fallið frá kröfu um upptöku 1.700 kr. söluandvirðis.

Ákærði bar að hann hefði afhent stúlkunum hass eins og greindi í ákæru en neitaði að hafa áskilið sér greiðslu fyrir. Báru stúlkurnar fyrir dómi að ákærði hefði gefið þeim hassið, en samkvæmt skýrslum þeirra fyrir lögreglu áskildi hann sér 1.700 kr. greiðslu.

Með játningu ákærða samkvæmt ofansögðu, og framburði stúlknanna, sem báru vitni í málinu, taldi dómurinn nægilega sannað að ákærði hefði afhent þeim kannabisefni, sem hann neytti síðan ásamt þeim. Taldist háttsemi ákærða varða við tilgreind laga- og reglugerðarákvæði í ákærunni með því að hann afhenti efnið, þótt honum væri eigi lengur gefið að sök að hafa selt það.

Ákærði hefur ekki sætt refsingum áður. Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kvað upp dóminn.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli