Frétt

Kreml.is - Eiríkur B. Einarsson | 18.01.2002 | 17:58Skertar refsingar - ekki hertar

Eiríkur Bergmann Einarsson.
Eiríkur Bergmann Einarsson.
Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson og Ármann Jakobsson eru sammála þá hlýtur eitthvað mikið að liggja við, en báðir hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að núverandi fíkniefnastefna gangi ekki upp. Og þótt þeir Jón og Ármann séu sjaldnast sammála hvor öðrum og ég sjaldnast sammála hvorugum þeirra, þá get ég ekki annað en tekið undir með þeim báðum núna. (Náði nokkur þessu?) 12 ára fangelsisdómur yfir fíkniefnasmyglara er í raun síðasti naglinn í líkkistu þeirrar arfavitlausu bannstefnu sem ríkir í fíkniefnamálum á Íslandi. Á meðan fer dómskerfið silkihönskum um barnaníðinga. Það sér hver maður að hér er eitthvað verulega rotið á ferðinni.
Bannstefnan í fíkniefnamálum er alveg jafn vita heimskuleg og áfengisbannstefnan á öndverði nýliðinni öld. Síðan baráttan gegn fíkniefnadjöflinum hófst fyrir nokkrum áratugum hefur ástandið í vímuefnamálum víst sífellt versnað. Og aldrei dettur þeim mönnum sem málaflokknum ráða neitt annað í hug en að berja höfðinu bara enn fastar við steininn og stigamagna baráttuna með hertum aðgerðum gegn fíklum og smyglurum. Síðan heldur ástandið bara enn áfram að versna meðan að fíkniefnamálafrömuðurnir liggja vankaðir á eftir, - ef ekki steinrotaðir.

Þessi stefna, sem nú hefur bersýnilega gengið sér til húðar, hefur leitt af sér ómælanegar hörmungar fyrir bæði fíklana sjálfa, aðstandendur þeirra og samfélagið allt. Hvað svo sem öllum lagasetningum og refsingum líður þá mun fíkillinn ávalt hugsa fyrst og síðast um að komast yfir næsta skammt. Hertar aðgerðir í fíkniefnamálum þýða því ekkert annað en hækkað verð á fíkniefnum. Sennilega er ekki nokkur maður enn það frámunalega barnalegur að halda að hægt sé að útrýma vímuefnum af markaði. Hækkað verð og verra aðgengi leiðir því einfaldlega til þess að fíkillinn verður að fjármagna fíkn sína með glæpum, svo sem ránum, innbrotum, bílaþjófnaði, fíkniefnasmygli, og svo auðvitað með vændi.

Harmleikurinn að ánetjast fíkniefnum verður þannig margfalt verri sökum þess að fíkillinn er hrakinn beinustu leið í undirheimana og þaðan á Hraunið, - ef ekki í líkhúsið. Hinn almenni borgari verður hins vegar helst var við afleiðingar þessarar stjórnvaldsaðgerðar brotist er inn á heimilið hans.

Nú hef ég svo sem ekki þá skoðun að það eigi að gefa innflutning og dreifingu fíkniefna algerlega frjálsa, og ekki ætla ég heldur að þykjast hafa svar sem dugar gegn notkun fíkniefna. Það er hinsvegar morgunljóst að núverandi stefna er alls ekki rétta svarið. Til að mynda mætti hugsa sér einhverja aðferð til að sjá forföllnum fíklum fyrir þeim efnum sem þeir þarfnast, þó ekki væri nema til að forða samfélaginu frá glæpum þeirra og bæta örlítið lífskilyrði þessara minnstu bræðra okkar. Það fjármagn sem við það sparast í löggæslustörfum mætti síðan nota í að stórefla forvarnir og bæta meðferðarúrræði.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli