Frétt

Stakkur 3. tbl. 2002 | 16.01.2002 | 18:24Sýslumaður! Ekki syngja – ekki tala

Enn ber nýtt við í Ísafjarðarpólitíkinni, sem reyndar hefur lengi þótt nokkuð hörð og skera sig úr annarri pólitískri starfsemi á Íslandi fyrir ýmissa hluta sakir. Er það sennilega vel, því ansi hreint er oft dauft yfir stjórnmálaþjarkinu. Davíð ræður á landsvísu og Ingibjörg Sólrún í Reykjavík. Vildu víst flestir sveitarstjórnarpólitíkusar vera í hennar sporum. Sömuleiðis dreymir langflesta landspólitíkusanna um að vera í sæti Davíðs og skyldi engan undra þessar draumfarir. Því er nefnilega á þann veg farið að í pólitík ráðast málefni, annars vegar sveitarstjórna og hins vegar landsmanna allra.

Lítið hefur enn borið á vakningu sveitarstjórnarmanna vegna væntanlegra kosninga á vori komanda. Helst var að sjálfstæðismenn rumskuðu og ákváðu að efna til prófkjörs, settu á fót nefnd og auglýstu eftir framboðum. Einhver munu hafa borist, en nefndinni og stjórn fulltrúaráðs flokksins þótt undirtektir í daufara lagi. Því var ákveðið var að lengja aðeins í frestinum. Mun hann vera við það að renna út og verður forvitnilegt að sjá hver niðurstðan reynist, hvort fleiri munu sýna áhuga en fyrr.

Fréttablaðið hefur ráðið sér nýjan ritstjóra, en umfjöllun blaðsins um ofangreint málefni mun hafa verið fyrir hans tíð, enda liðin rétt og slétt vika frá stórfréttinni. Þetta blað sést lítið á Ísafirði enda er því ætlað erindi við höfuðborgarbúa öðrum fremur og fréttir gjarnan við það miðaðar. Sagt er að blaðið sé óháð og er því dreift ókeypis í Reykjavík og nágrenni, en á sennilega ekkert erindi við Vestfirðinga, ef marka má dreifingu þess.

Til eru alþjóðleg samtök er kennd eru við Rauðan Kross er starfa að mannúðarmálum víða um heim. Þau leita til almennings um stuðning, einkum fjár. Rauði Krossinn er alls góðs maklegur og vinnur þörf verk víða um heim. Starfsmaður hans á Ísafirði hefur um nokkurt skeið verið sú ágæta kona Bryndís Friðgeirsdóttir. Hún er einnig bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar og þar áður Alþýðubandalags, en hvort tveggja samtökin teljast til pólitískra flokka.

Nú er Bryndísi mikið niðri fyrir, ekki síður en fyrir tæpum tveimur árum er hún taldi söng þáverandi sýslumanns á Ísafirði, Ólafs Helga Kjartanssonar, stefna kosningum til Alþingis í óbætanlega hættu. Sá góði maður hefur af kunnáttumönnum ekki verið talin söngvinn. Hann er horfinn á braut og spjótum verður ekki að honum beint. Nú er það fyrrverandi fulltrúi hans, Unnur Brá Konráðsdóttir, sem situr undir spjótalögum Bryndísar. Unnur var sett til þess að gegna embætti sýslumanns í einn og hálfan mánuð frá áramótum. Hún er nú siðlaus sem allir sjálfstæðismenn, sem ekki eiga von á sér, en það mun vera jafnvel enn verra. Þar á Bryndís við Birnu Lárusdóttur er á von á tvíburum eftir mánuð. Málflutningur af þessu tagi dæmir sig sjálfur og er engum til framdráttar. Óneitanlega dregur hann athygli málflytjanda frá aðgerðarleysi Samfylkingarinnar og væntanlegum slag hennar við Vinstri Græna og þeirri staðreynd að starfsmaður Rauða Krossins er á kafi í pólitík, sem ekki telst fáránlegt. Sýslumenn eiga ekki að syngja og tala, en starfsmaður Rauða Krossins má gala!


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli