Frétt

Stakkur 34. tbl. 2006 | 24.08.2006 | 09:56Drullugott

Nútíminn krefst afþreyingar. Það er reyndar ekki nýtt. Rómverjar héldu lýðnum góðum undir kjörorðinu ,,Brauð og leikir”. Markmiðið var að þegnar Rómarkeisara væru saddir og fengju hæfilega spennu og afþreyingu til að rísa ekki gegn drottnara sínum, keisaranum sem sat hverju sinni. Þörfin fyrir nægan mat og afþreyingu ásamt hæfilegri spennu hefur fylgt mannskepnunni frá því hún komst á það stig að hafa tíma aflögu frá þeirri iðju að hafa í sig og á. Spennufíknin fylgir henni einnig, eins og glöggt má sjá á framferði margra í umferðinni. Eitthvað nýtt og spennandi er krafa tölvukynslóðarinnar sem nú vex úr grasi. Þá er ekki ónýtt að hafa mýrarboltann, sem er algerlega frábrugðin hinum venjulega fótbolta.

Mýrarboltinn á Ísafirði er tær snilld. Bæði þátttakendur í íþróttinni sjálfri og ekki síður áhorfendur njóta þess sem gerist á ,,vellinum” og ber fyrir augu af mikilli innlifun. Ekki skemmir að sjá liðsmenn bæða karla- og kvennaliða óhreinka sig, hreinlega velta sér upp úr drullunni. Þar er komið að frumþörf margra barna á leikskóla, en þau sækja í polla og að velta sér upp úr óhreinindum. Gamalt máltæki segir að af misjöfnu þrífist börnin best. Hér er nú tækifæri til þess fyrir fullorðið fólk að ganga í barndóm í nýjum skilningi og njóta þess undir merki íþrótta, sem boða heilbrigða sál í hraustum líkama. Ef til vill var það ekki markmið forsvarsmanna ungmennafélaganna fyrir einni öld að sjá fullorðið fólk velta sér upp úr forinni, en íþrótt er það og íþrótt skal það heita. Ekki skemmir að hún veitir mörgum gleði í sinni.

Forsvarsmenn Ungmennafélags Íslands höfðu ekki hugmynd um að tæknin myndi sjá um þvottana á búningum íþróttamanna. Þessi sérkennilega íþrótt hefur ýmsa kosti og þeir sem hana stunda fá útrás fyrir spennuþörf og mikla hreyfingu um leið. Talsvert þarf að hafa fyrir því að komast um ,,völlinn”, allar hreyfingar verða mun hægari, auðveldara verður að bregaðst við þeim sem rekst á félaga sinn eða andstæðing og alvarleg meiðsl því mun ólíklegri en við ástundun venjulegs fótbolta. Tjón samfélagsins verður því minna vegna læknisaðstoðar og endurhæfingar. Menn, bæði karlar og konur, gera ekkert verra af sér á meðan æft er og keppt. Snöggtum skárra er að vita af fólki í drullunni heldur en ótt úti í umferðinni, þar sem mörgum gengur afar illa að hemja sig og valda stórhættu bæði sjálfum sér og öðrum.

Ekki skaðar að þótt eitthvað verði um skítkast. Þá hefur það þann kost í þessu samhengi að það þvæst af, ólíkt því sem oftast gildir um afleiðingar pólitísks skítkasts. Og mýrarbolti vekur forvitni, laðar marga að og veitir mörgum hreina útrás ef svo má að orði komast í þessu tilviki.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli