Frétt

Leiðari 33. tbl. 2006 | 17.08.2006 | 09:04Hin nýja stétt

Austur við Kárahnjúka stríða yfirvöld við fólk sem kýs að lýsa andúð sinni á mestu umturnun á náttúru landsins sem sögur fara af; met sem vonandi verður aldrei slegið. Í húsi skattstjóra í 101 Reykjavík tóku sér bólfestu ungir menn, sem höfðu það þarfast fyrir stafni að koma í veg fyrir að almenningur gæti lesið bók ársins, skattskrána. Fólk sem þannig kýs að eyða tíma sínum kallast einu nafni mótmælendur. Við Kárahnjúka reyna mótmælendur að tefja framkvæmdir; á skattstofunni að koma í veg fyrir lestur. Verður ekki ofsögum sagt að sitthvað leggur fólk á sig fyrir hugsjónir sínar.

Framlagning skattskrár er árviss viðburður, sem aldrei bregst að veldur deilum. Andstæðingar fyrirkomulagsins segja að með þessu sé opnað fyrir persónunjósnir, laun manna séu viðkvæmt einkamál. Aðrir spyrja hvort menn hafi eitthvað að fela? Þótt skattskráin verði seint talin til bókmennta vekur hún líkt og góður reyfari fleiri spurningar en hún svarar; sumar hverjar ansi áleitnar.

Lögum samkvæmt ber að verðmerkja vöru sem höfð er til sýnis í gluggum verslana. Á þessu, eins og svo mörgu öðru sem mælt er fyrir í lögum, er ærinn misbrestur. Ekki er þó vitað að vöntun á merkimiðum í búðargluggum hafi leitt til eftirmála. Ef til vill er það bara í takt við tímann, svo notað sé gatslitið orðalag, að nú er svo komið fyrir þjóð vorri að verðmiðar einskorðast ekki lengur við það sem mölur og ryð fá grandað. Það er farið að verðmeta fólk; hina nýju stétt sem skotið hefur upp kollinum undir heitinu ofurforstjórar; myndir af þessu ágæta fólki birtast í fjölmiðlum með merkimiða í barminum.

Að því leyti sker umræðan um launatekjur landsmanna sig nú frá fyrri árum að hún snýst að mestu um hina nýju sétt, sem ekki er ofsagt að valdið hafi óróa í þjóðfélaginu. Og undrar satt að segja ekki marga. Þegar svo er komið að vinnuframlag einstaklings er metið til jafns við vinnu 100 - 200 manns og þegar fólki eru réttir tugir og hundruð milljóna fyrir það eitt að hætta í vinnunni, jafnvel fyrir að vera reiknir heim, á meðan þúsundir annarra eru til fárra fiska metnir, finnst jafnvel stjórnmálamönnunum komið nóg; sjálfum arkitektum kerfisins sem skóp ofurmennin.

Öllum er hollt að hafa í huga að sérhver keðja er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Þótt sumir séu sagðir taka meira á við að draga vagninn þá nýtur afl þeirra síns lítið þegar veikasti hlekkurinn er brostinn.

Hreint út sagt: Laun fyrir tuttugu ára vinnu og ein mánaðarlaun ná vonandi aldrei að vega salt á vogarskál siðferðisvitunar þjóðarinnar. Almenningi er misboðið.
s.h.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli