Frétt

Jóhanna Sigurðardóttir | 11.01.2002 | 20:39Leyniplöggin um lögguna

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Mikil leynd hvíldi yfir fjárlagatillögum embættis Lögreglustjórans í Reykjavík fyrir næsta ár, en dómsmálaráðuneytið neitað mér um aðgang að tillögunum fyrr en eftir að fjárlög hefðu verið samþykkt. Með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur dómsmálaráðuneytið nú að minni ósk sent mér fjárlagatillögurnar.
Þar kemur fram að embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að 326 lögreglumenn þurfi til að halda uppi viðunandi löggæslu, en starfandi lögreglumenn í dag eru 270. Á fjárlögum þessa árs voru heimiluð 2 ný stöðugildi og til þess aukin fjárveiting um 9 milljónir króna.Aftur á móti vantar nú 56 lögreglumenn til starfa samkvæmt mati embættis Lögreglustjórans í Reykjavík og til þess hefði þurft viðbótarframlag að fjárhæð 256 milljónir króna.

Rökstuðningur Lögreglustjórans í Reykjavík

Embættið rökstyður þessa þörf með eftirfarandi hætti: „Embættið telur að fjölga þurfi stöðugildum lögreglumanna verulega við embættið. Fjöldi íbúa í umdæminu hefur aukist um 7% á síðustu 5 árum og fjöldi bifreiða á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um nær 50% á síðustu 6 árum. Búast má við um 2% fjölgun íbúa árið 2001 og annað eins 2002 þannig að íbúafjölgun frá árinu 1995 yrði um 11%. Auk fjölgunar íbúa þá dreifist byggðin lengra og lengra þannig að segja má að umdæmið sé að stækka (t.d. ný byggð í Grafarholti,aukin byggð í Mosfellsbæ og Kjalarnesi).

Vínveitingastöðum hefur fjölgað verulega síðustu árin auk þess sem opnunartími vínveitingahúsa var lengdur árið 1999. Auk þess að sinna löggæslu í umdæminu þá sinnir tæknideild embættisins tæknirannsóknum á landsvísu skv. lögreglulögum, fíkniefnadeild embættisins rannsakar flest fíkniefnamál sem upp koma á Keflavíkurflugvelli og aðrar deildir aðstoða önnur embætti í stórum og flóknum sakamálum þegar eftir því er leitað.

Ofangreindar ástæður valda því að embættið telur að fjöldi starfandi lögreglumanna þyrfti að vera 326 alls. Stöðugildi við embættið eru hins vegar 288 (þar af l6 ómönnuð sbr. fjárlagatillögu 1) þannig að óskað er eftir aukningu um 38 stöðugildi (lögreglumenn) eða um 13%.

Embættið óskar því eftir að fjárveiting til embættisins verði aukin um 152 m.kr. til að fjölga lögreglumönnum í takt við aukinn íbúafjölda og aukin verkefni\" Auk þess kom fram í fjárlagatillögum embættisins að 104 milljónir þyrfti auk þessara 152 milljónir til að manna heimiluð stöðugildi eða samtals 256 milljónir króna.

Skýrsla um stöðu og þróun löggæslu

Full ástæða er til að óttast að mikill niðurskurður sem orðið hefur á framlögum til löggæslu ógni öryggi og þjónustu við íbúana, endur hefur tíðni afbrota farið vaxandi. Í lögreglulögum er skýrt kveðið á um að ríkið eigi að halda uppi starfsemi lögrelgu til að gæta almannaöyrggis og tryggja réttaröryggi borgaranna. Alþingi ber skylda til að kanna þessi mál til hlýtar. Undirrituð er með í undirbúningi skýrslubeiðni til dómsmálaráðherra um stöðu og þróun löggæslu í landinu, sem er til þess fallin að meta til hvað aðgerða er nauðsynlegt að trípa til að tryggja viðunandi öryggi og þjónustu við íbúa landsins, auk þess sem fjármagni sem til þessa málaflokks er varið nýtist sem best í samræmi við þau markmið sem lögreglulög setja.

Pistill þessi birtist á heimasíðu Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli