Frétt

Leiðari 22. tbl. 2000 | 31.05.2000 | 15:24Menningarverðmæti

Allt fram undir miðja þessa öld voru Íslendingar almennt nýtnir. Þeir þurftu einfaldlega á því að halda til að komast af. Þetta gilti ekki síður um matföng en hvað annað. Á þessum tímum varð m.a. til það sem í dag er kölluð forn hefð í matargerð og áhugi virðist byrja að vakna fyrir að endurhefja til vegs og virðingar.

Síðan þjóðin hóf dansinn kringum gullkálfinn við komu breska hernámsliðsins höfum við á liðlega hálfri öld ekki aðeins unnið upp margra alda eftirlegu á öllum sviðum heldur náð að skipa okkur í fremstu röð nýjungagjörnustu þjóða heims.

En það er með nýjungagirnina líkt og svo margt annað að henni fylgja annmarkar. Einn með þeim hvimleiðari er að samhliða virðist okkur nauðsyn að afneita öllum fyrri tíma siðum. Matargerð að fyrri tíma hætti hefur illilega orðið fyrir barðinu á þessari áráttu. Nútíminn hefur dæmt hana úr leik. Viðurværi forfeðranna er einfaldlega ekki talið matur í dag nema af sérvitringum þegar blótaður er Þorrinn, sem Kristján Jónsson orti listilegan brag um og við kyrjum einu sinni á ári yfir súrum hrútspungum og magálum.

Vestfirðingar eru engin undantekning í þessum efnum. Hér sem annars staðar er meðhöndlun hráefnis og forn hefð í martargerð á hröðu undanhaldi, nánast útdauð. Þessi áður sjálfsagða kunnátta gengur ekki lengur frá manni til manns, frá kynslóð til kynslóðar, vegna þess að við höfum talið okkur trú um að við þörfnumst hennar ekki lengur. Verksmiðjuframleiddur færibandamatur að erlendum hætti veitir nútímamanninum mest alla þá kviðfylli sem hann þarfnast.

Málþingið um séreinkenni Vestfirðinga, sem haldið var í Bolungarvík var tímabær vakning um sérstöðu okkar þótt lengi hafi verið vitað að við erum á vissan hátt sérstakur þjóðflokkur. Ella hefðum við ekki lifað af harðindi fyrri alda við erfiðar aðstæður og óblíða náttúru öðrum landshlutum fremur.

Vestfirðingar hafa alla burði til að viðhalda séreinkennum sínum þar á meðal í matargerð. Þeir eiga að ganga á undan með góðu fordæmi, bjóða gestum sínum, innlendum sem erlendum, upp á dæmigerðan vestfirskan mat samhliða fræðslu um vestfirska menningu á öðrum sviðum, atvinnuhætti að fornu og nýju og þann stórkostlega landshluta, sem fóstrað hefur okkur öldum saman og öðru fremur mótað sérstöðu okkar.
s.h.


bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli