Frétt

mbl.is | 27.07.2006 | 15:52Telja jarðgöng milli lands og Eyja tæknilega framkvæmanleg

Í nýrri skýrslu, sem norska ráðgjafarfyrirtækið Multiconsult hefur gert fyrir félagið Ægisdyr um hugsanleg jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja, er niðurstaðan sú að slík göng væru tæknilega framkvæmanleg. Er framkvæmdakostnaður 18 km langra ganga áætlaður 1,65 milljarðar norskra króna eða um 19,4 milljarðar króna, en í þeirri tölu er ekki innifalinn kostnaður vegna nákvæmari rannsókna, hönnunar eða fjármögnunar verksins. Skýrslan er unnin af Sverre Barlindhaug jarðverkfræðingi, og var tilgangur skýrslugerðarinnar, að fara yfir þær rannsóknir sem hafa verið unnar, m.a. á vegum Vegagerðarinnar, og meta hvaða rannsóknir væru nauðsynlegar.

Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í Vestmannaeyjum í dag og kom þar fram að forsvarsmenn Ægisdyra telja niðurstöður skýrslunnar sýna fram á það mjög skýrt, að samgönguyfirvöld eigi að leggja mikla vinnu í það á næstunni að skoða jarðgöng milli lands og Eyja og mikilvægt sé, að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og samgönguyfirvöld taki höndum saman og sameinist um að ljúka nauðsynlegum rannsóknum á árinu.

Miðað við tölur úr skýrslunni megi áætla, að þegar allur kostnaður hafi verið tekinn inn í verkið muni göngin kosta á bilinu 20-25 milljarða króna. Ægisdyr hafi áður sýnt fram á, að með þeim framlögum sem ríkissjóður greiðir árlega vegna Herjólfs og með tekjum af áætluðu veggjaldi í göngin verði þau greidd upp á um 40 árum. Þá sé ekki tekið tillit til þeirra gríðarmiklu áhrifa sem göngin myndu hafa á samfélagið í Vestmannaeyjum og í nágrannasveitarfélögunum á Suðurlandi. Slagorðið verði: „Ekið til Eyja á 20 mínútum árið 2010”.

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að heildarlengd ganganna yrði um 18 km frá Heimaey norðan hafnarinnar og að Krossi í A-Landeyjum. Talið er að jarðfræðilegar aðstæður séu að mestu leyti ákjósanlegar en aðallega þurfi að skoða jarðlög við enda ganganna.

Í skýrslunni segir, að miðað við þá vitneskju, sem liggur fyrir, séu fyrstu 400 metrar ganganna við Kross flóknir vegna setlaga, sem eru um 40 metra þykk ofan á berginu. Næstu 14,6 km ganganna eru áætlaðir gegnum hefðbundið fast berg en síðustu 3 km ganganna eru taldir fara í gegnum laus setlög þar sem bergið þarfnast mjög mikilla styrkinga.

Á grundvelli reynslu úr nokkrum neðansjávargöngum í Noregi og í Færeyjum er vatnsleki inn í göng áætlaður mikill þegar göng er nálægt landi og fjöll þar mjög nærri. Þar sem meginhluti þessara ganga er fjarri háum landmyndunum er vatnslekinn talinn eðlilegur.

Skýrsluhöfundur telur að frekari jarðfræðirannsókna sé þörf áður en hægt sé að leggja drög að hönnun ganganna. Þessar rannsóknir verði að sýna fram á gerð setlaga við gangamunnann landmegin og í bergmassanum í Norðurfjöllunum á Heimaey, þar sem áætlað er að göngin komi upp. Frekari rannsókna á sjávargrunninum milli lands og Eyja sé einnig þörf.

Fram kemur að væntanlega sé heppilegast að bora göngin með hefðbundnum aðferðum en borun með borvélum er ekki talin heppileg. Hins vegar þurfi flóknari og dýrari aðferð við Kross vegna setlaga.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli