Frétt

Stakkur 30. tbl. 2006 | 26.07.2006 | 10:16Vestfirðingar verðmætir

Margt skondið gerist í veröld Vestfirðinga. Vart leið langur tími frá tilkynningu um aðkomu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum alþingismanns, ráð- og sendiherra og einnig fyrrum leiðtoga í bæjarstjórnarmálum á Ísafirði, sem kennara að háskólanum á Bifröst til þess að skólagjöld voru hækkuð við misjafnan fögnuð nemenda. Skýring var gefin sú að hækkun stafaði af því að fá til skólans góða kennara. Að auki væru framundan miklar framkvæmdir. Það gleður hjörtu Vestfirðinga að fá þennan dóm um fyrrum skólameistara Menntaskólans á Ísafirði.

Vestfirðingar eru verðmætir samfélaginu. Það hefur lengi verið vitað og nægir að lesa sögu þjóðarinnar og Vestfjarða því til staðfestingar. Að vísu hefur verið haldið uppi hörðum árásum á Ara Magnússon sýslumann í Ögri fyrir þátt hans í drápi 18 Baska árið 1615 á Snæfjallaströnd. Þá sögu þarf að skoða miklu betur og samhengið við uppkveðna dóma varðandi vopnaeign og –notkun. Aðrir Íslendingar hafa lengi haft þá skoðun að Vestfirðingar séu þeim herskárri. Nokkuð er til í því. Nægir að líta til Hornstrendinga. Ef þeir bjuggu ekki yfir seiglu, kjarki og áræði, þá dóu þeir drottni sínum. Hinir alhörðustu lifðu og og kannski lifir þessi eiginleiki enn í afkomendum. Reyndar var lífið hart víðar í fjórðungnum. Sagan kennir okkur að hinn vestfirski uppruni leynist víða í stjórnsýslu- og
löggjafarsamfélaginu.

Jón Baldvin hefur án efa frá miklu að segja í fyrirlestrum í Viðskiptaháskólanum á Bifröst og það kann að reynast dýrmætt þeim er á hlýða. Hann átti sinn þátt í því að fá Íslendinga til að ganga til samstarfs um evrópska Efnahagssvæðið, sem margir telja að hafi orðið til mikilla framfara. Sá dómur sem kveðinn var upp með skýringum á því hve mikið skólagjöld hækkuðu er góður dómur um verðmæti Vestfirðinga sem fram úr hafa skarað.

Vestfirðingar hafa einnig skarað fram úr í fjölmiðlun. Tveir þekktir hafa eða eru að yfirgefa vettvang sinn. Bjarna Brynjólfssyni sem ásamt Kristjáni Þorvaldssyni kom Séð og Heyrt á koppinn, sem aftur hefur vakið mikla athygli á Ólafi Ragnari Grímssyni og glæsilegum eiginkonum hans, hefur verið sagt að taka pokann sinn, borinn þungum sökum. Hann ætlar ekki að láta deigann síga í viðskiptum við Fróða og vill hlut sinn réttann. Það er eðlilegt. Reynir Traustason er að yfirgefa Mannlíf, en segir það í góðu, þó ekki sé vitað á þessari stundu hvað við taki. Hann er að fara annað.

Vestfirðingar þurfa á öllu sínu að halda nú þegar vegaframkvæmdum hefur verið frestað í þágu annarra Íslendinga, heildarinnar eins og það er kallað. Þá væri verðmætt að þeir sem í áhrifastöðum eru sýni hvað í þeim býr.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli