Frétt

Eyjólfur Jónsson / Ársrit 1990-91 | 04.01.2002 | 00:13Stjórnmálafélagið Vakandi

Eyjólfur Jónsson.
Eyjólfur Jónsson.
Á síðustu áratugum 19. aldar var vaxandi almennur áhugi Íslendinga á stjórnmálum. Upp úr 1880 höfðu íslenzkir Hafnarstúdentar efnt til samtaka er þeir nefndu Velvakanda og bræður hans. Driffjöðurin er talin hafa verið Finnur Jónsson, síðar prófessor. Meðal liðsmanna voru Bogi Th. Melsted, Páll Briem, Skúli Thoroddsen, Valtýr Guðmundsson og Þorleifur Jónsson, er allir urðu kunnir mennta- og stjórnmálamenn.
Velvakendur ræddu stjórnmál og önnur landsmál á fundum sínum, sömdu flugrit, sem þeir sendu heim, skrifuðu greinar um landsmál og áskoranir til Alþingis. Hvöttu þeir mjög landsmenn til aukinnar þátttöku og umræðu um landsmál. Áhrifa þessara foringja gætti á ýmsum sviðum þjóðlífsins og mjög í stjórnmálabaráttunni á næstu áratugum.

Páll, elzti sonur Torfa Halldórssonar skipstjóra á Flateyri, hvarf frá námi í Lærðaskólanum í Reykjavík 1878. Leið Páls lá síðan til Kaupmannahafnar og mun hafa ætlað að stunda þar frekara nám. Er hann skrifar undir áskorun til námsmanna 1884 er hann nefndur veðurfræðingur. Ekki mun Páll hafa lokið því námi. Hann varð síðar þekktur fjármálamaður. Halldór bróðir Páls fór síðar til læknanáms í Höfn. Á Hafnarárunum komust þeir bræður í kynni við aðra námsmenn og þær stjórnmálahreyfingar er þá voru ráðandi meðal íslenzkra námsmanna þar. Með þeim bræðrum barst heim angi þeirra stjórnmálahræringa er voru hjá íslenzkum á Hafnarslóð.

Fyrir áhrif þessara kynna var stofnað stjórnmálafélag á Vestfjörðum er kallað var Vakandi. Forystuliðið var í Önundarfirði. Félagið skyldi vinna að eflingu bæði andlegra og líkamlegra framfara hjá þjóðinni. Boðskapur félagsins fékk góðan hljómgrunn og var talið að úr yrði á stuttum tíma fjöldasamtök í Ísafjarðarsýslu.

Í marzmánuði 1884 sendi félagið Vakandi námsmönnum í Kaupmannahöfn áskorun um að gangast fyrir Þingvallafundi sumarið 1884. Bréf sama efnis var sent námspiltum við Lærðaskólann í Reykjavík og fleiri aðilum.

Frá Vakanda á Vestfjörðum barst líka hvatning til Þingeyinga um að stofna hliðstæð samtök og komin voru vestra. Straumur stjórnmálanna lá þannig frá Velvakanda og bræðrum hans í Höfn fyrir meðalgöngu stjórnmálafélagsins Vakanda á Vestfjörðum til Þingeyinga. Þessi landsmálavakning leiddi þar til stofnunar Þjóðliðsins og fyrsta kaupfélags landsins. Um þessi samtök bæði hefur margt verið ritað. Það bíður þó enn sagnfræðinga að kanna nánar hvort Páll Torfason, Matthías Ólafsson og aðrir foringjar stjórnmálafélagsins Vakanda á Vestfjörðum eigi ekki að teljast „guðfeður“ samvinnuhreyfingarinnar.

Félagið Vakandi varð ekki langlíft og nú er fátt eitt kunnugt um þennan félagsskap.

Varðveitt áskorun um Þingvallafund 1884 og bréf veita okkur smá innsýn í störf stjórnmálafélagsins Vakanda er starfaði á Vestfjörðum fyrir rúmlega 100 árum.


– Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 32. ár, 1990-91.

Um höfundinn:
Eyjólfur Jónsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 2. ágúst 1917. Stúdent frá MA 1938. Skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri á Ísafirði 1943-55, forstjóri á Flateyri 1956-57 og verðgæslumaður á Vestfjörðum 1957-87. Í stjórn Sögufélags Ísfirðinga frá 1973 og til dauðadags og annaðist fjárreiður félagsins og afgreiðslu á Ársriti og útgáfubókum þess fram undir það síðasta. Í ritstjórn Ársritsins frá 1979 og ritaði í það fjölda greina. Rit: Fellskotsætt – Niðjatal Eyvindar Þorsteinssonar bónda í Fellskoti í Biskupstungum (Ísafirði 1966); Niðjatal Sveins Jónssonar bónda á Hesti í Önundarfirði og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans (Ísafirði 1967); Vestfirzkir slysadagar 1880-1940, I-II (Ísafirði 1996). Eyjólfur Jónsson andaðist á sjúkrahúsinu á Ísafirði 2. ágúst 2000, á 83. afmælisdegi sínum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli