Frétt

Anna Kristín Gunnarsdóttir | 06.07.2006 | 14:47Vegaskolli Vestfjarða

Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Enn á ný er samgönguáætlun sett í uppnám vegna ráðleysis Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þegar þeir loksins viðurkenna fyrir sjálfum sér að stjórnarstefna þeirra er að fara með þjóðina til fjandans grípa þeir til sama gamla ráðsins: Skera niður fé til samgöngubóta. Nei, afsakið! Það heitir ekki að skera niður. Það heitir að „fresta framkvæmdum“ eða að „seinka upphafi verka“. Þarna er víst reginmunur á.

Hvort munurinn á þessu tvennu er ljós þeim sem áfram munu búa við allsendis ófullnægjandi vegakerfi tel ég óvíst. Hitt skiptir máli: Að landsmenn, einkum Vestfirðingar, muni eftir þeirri hringavitleysu sem þeim er boðið uppá, aftur og aftur. Ætla Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn á Vestfjörðum t.d. að halda áfram að þakka hástöfum fyrir hvern smá vegabút sem komið er í viðunandi horf en þegja þunnu hljóði þegar „framkvæmdum er seinkað“. Skollaleikurinn sem stjórnarflokkarnir hafa leikið á Vestfjörðum með samgönguráðherra í broddi fylkingar, aukafjárveiting til vegagerðar eitt árið og niðurskurður eða „frestun“ það næsta, mun halda áfram svo lengi sem núverandi valdhafar ráða ferðinni.

Vestfirðingar þurfa ekki að – og mega ekki – fara fram af hógværð þegar samgöngumál þeirra eiga í hlut. Landsvæðið er erfitt og dýrt að koma samgöngum þar í viðunandi horf en það breytir ekki því að Vestfirðingar eiga rétt á nútíma vegakerfi eins og aðrir landsmenn. Tímasetja þarf framkvæmdir og standa við þá áætlun.

Þegar ég tala um að koma samgöngum í viðunandi horf á ég við eftirfarandi:

1. Að þjóðvegum verði komið niður á láglendi (öryggissjónarmið).
2. Sett verði markmið um lengd ferðatíma milli tiltekinna svæða og Reykjavíkur.
3. Öruggar samgöngur innan svæða verði tryggðar.

Vegakerfið er grundvöllur byggðaþróunar. Niðurskurðurinn sem nú er verið að boða er ávísun á áframhaldandi fólksfækkun og einhæfni atvinnulífs á Vestfjörðum. Vestfirðingar verða að enda refskákina sem tefld hefur verið með hagsmuni þessa landsvæðis og vísa rebba á friðlandið á Hornströndum í næstu kosningum.

Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar í NV kjördæmi.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli